Klassíkin frá Barbour

Öll hönnun á sér einstaka sögu. Barbour er fyrirtæki sem á eina slíka sem mér finnst æðisleg.

Ég hrífst af sögu, gæðum & útliti þegar kemur að merkjum eins & Barbour. Durham vax jakkinn er ein af þessum flíkum sem ég dýrka að klæðast ásamt flottum gallabuxum & Timberlandskónum mínum þegar ég tek göngutúra í náttúrinni. Það sem er líka æðislegt við gæðin frá Barbour er að Kiljan Gauti sonur minn á örugglega eftir að eignast hann & halda áfram að skapa minningar í honum.

 

 

Hérna að neðan er myndband með snilling  sem var með búð sem hét Lark í Vancouver.  Hann sýnir hvernig á að meðhöndla & bera vax á uppáhalds jakkann sinn.

 

 

Gunni vinur minn sagði mér að þeir stórfengilegu piltar í Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar halda tvisvar á ári vaxdaga fyrir þá sem eiga Barbour vax jakka & bjóða þeim að koma til að vaxa jakkana sína undir leiðsögn þeirra.  VEL GERT.

 

barbour1

Vaxjakka eigendur að pimpa upp jakkana sína

 

barbour3

Þessir piltar eru snillingar án efa

Share the love: Share on FacebookShare on Google+Tweet about this on TwitterShare on LinkedInPin on PinterestEmail this to someonePrint this page