Art by L.Stein

Linda Steinþórsdóttir er einn af mínum uppáhalds listamönnum & contemporary art kallar mjög á mig & minn stíl.  Fyrir utan hvað hún sjálf er heillandi & blíð þá er hún ótrúlega hæfileikaríkur listamaður sem er búsett í Linz í Austurríki ásamt manninum sínum Gösta Nowak Arkitekt & börnum sínum tveimur. Hún rekur þar Atilier Einfach & er L.Stein listamanna nafnið hennar.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem hún á hérna á Íslandi & er hún stödd hérna í nokkra daga, þar sem áhugasamir geta nálgast hana & keypt þessar myndir hjá henni HÉR

Mynd 150×100 verð 350.000 kr

Mynd 150×100 verð 350.000 kr

Mynd 100×100 Verð 250.000 kr

Myndir 80×15 verð 100.000 kr stk

Mynd 100×80 verð 200.000 kr

Myndir 20×20 verð 50.000 kr stk

Myndir 10×10

Strúktúrinn & litabrigðin í myndunum er stórfengilegur

L.Stein & Móðir hennar Sigrún Hauksdóttir

Það er svo magnað með Lindu & fjölskyldu hennar er að þau eru öll ótrúlega listræn & höfuð fjöslyldunar Sigrún Hauksdóttir er annálaður fagurkeri & hönnuður.

Framundan hjá Lindu er að taka þátt í Art fair Leipzig í Þýskalandi í Nóvember & einnig verður hún með sýningu í Van Gogh art gallery í Madríd.