DIY breytingar á eldhúsi

Geggjaðar breytingar á eldhúsi.

Síðustu daga hef ég verið að klára breytingar á eldhúsi fyrir yndislega fjölskyldu.  Eldhúsið var komið til ára sinna & var farið að sjá svoldið á því. Allar innrétingar voru í eik sem var orðin gulnuð & borðplatan búin að skila sínu. Ég þurfti að hugsa þetta verkefni út frá hagkvæmnissjónarmiðum sem er alltaf skemtilegast þegar vel tekst til.

2015-06-10 18.15.13

Fyrir breytingar

2015-07-02 22.44.08

Eftir breytingar

Mig langaði að hafa þetta eldhús með öðruvísi stíl & áhvað að parketleggja loftið með gráu parketi.

Fyrir valinu varð plastparket frá Ikea & ég fékk góða hjálp við að útfæra hvernig það yrði fest í loftið. Ég hef oft notað þetta plastparket en þá alltaf á gólf eða veggi og nota ég þiljugrip til að líma það á veggina.  Það er hægt er að nota þetta skemtilega efni á marga vegu og það er mjög hagkvæmt.  Á sýnum tíma parketlagði ég tvo veggi inná baðberbergi hjá mér & virkaði það ótrúlega vel. Eftir miklar pælingar & ráðleggingar enduðum við á að leysa þetta með að skrúfa fjalirnar uppí loftið.

 

2015-07-02 22.38.39

Geggjað grátt parket frá Ikea í loftinu.

Ég skipti út ljósunum fyrir þessu flottu gráu ljós frá Ikea.

bf4

Loftið fyrir breytingar

Ég skipti út borðblotunum í flottar gráar plötur með eikarkanti sem ég fékk í Ikea

bf1

Ný borðplata frá Ikea

Ég fékk svo algjöran snilling til að mæta til okkar & plasta allar innréttingar. Ómar hjá innréttinga klæðning er súper vandvirkur & skemtilegur gaur að vinna með.  Hann plastaði alla innréttinguna & hurðina.  Það er til fullt af litum & áferðum á þessum filmum sem hann notar, hann getur allt þessi gaur.

2015-07-02 22.44.08

Plöstunin á innréttingunni kemur ótrúlega vel út

bf4

Innréttingarnar fyrir klæðningu

Við máluðum síðan eldhúsið í fallega gráum lit sem við teygðum inn í borðstofuna. Eins & svo oft áður fékk ég aðstoð frá mínum yndislega Kiljan Gauta við framkvæmdirnar.

bf2

Arnar Gauti & Kiljan Gauti að taka þetta saman

Þegar allt var klárt þá kom að skemtilegasta partinum sem er að skreyta eldhúsið með hillum, myndum & fallegum munum.

Ég skipti einnig um kranan fyrir vaskinn sem kemur ótrúlega flott út, ég fékk hann einnig í Ikea.

2015-07-02 22.43.51

Flottur veggur

Ég setti upp mynda hillur frá Ikea fyrir matreiðslubækur & notaði flott box sem voru til fyrir á heimilinu til að skreyta eldhúsið.

2015-07-02 22.41.46

Flott hugmynd með Omaggio vasan

2015-07-02 22.40.14

Borðplatan var lengd til að gefa meira pláss í eldhúsinu, við settum skemtilegan ferðabar þar undir.

2015-07-02 22.40.43

2015-07-02 22.47.36

bf5

Það er allt hægt þegar maður fær góða hjálp, hérna eru faðir & bróðir húsfreyjunar sem létu þetta allt verða að veruleika.

2015-07-02 22.38.16

Æðisleg breyting fyrir lítinn pening

Það sem réði því að þau fóru í þessar breytingar var að við gerðum þetta stylish en mjög hagkvæmt.  Það er alltaf ótrúlega gaman þegar svona miklum breytingu er lokið & fjölskyldan sátt með nýja eldhúsið sitt.  Það er allt hægt með góðum hugmyndum & vilja fyrir hendi. Mér þykir mjög vænt um þetta verkefni & tíman sem ég átti með fjölskyldunni við breytingarnar.

Umfjöllun Mörtu Maríu á smartlandi má sjá hér

Fyrirspurnir um ráðgjöf & tilboð í verkefni frá Arnari Gauta sendist á  arnargauti@sirarnargauti.is