Haust Lax

Sítrusmarineraður lax með kremuðum lauk, chilli & fennel saladi & kartöflumús.

Ég veit ekkert betra í fyrstu haustlægðinni en að elda rjómakenndann lax.  Þessi réttur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, hann er súper bragðgóður & ferskur.

IMG_3451

Hráefni

 

Sítrusmarinering:

IMG_3455

Sítrusmarinering

 

Hellið ólífuolíu í fat þannig að hún þekji botninn & rífið út í börk af 1 stk sítrónu & 1 stk lime, skerið bæði sítrónuna & lime til helminga & kreistið safann einnig yfir.  Leggið laxinn ofan í & látið marenerast í max 10 til 15 mín þar sem hann byrjar að eldast í mareneringunni. Meðan laxinn er að marinerast er gott að henda í sósuna.

Kremuð lauksósa uppskrift:

IMG_3461

Kremuð lauksósa

 

1 stk blaðlaukur eða púrrulaukur eftir smekk. Það er best að skera laukin gróflega

1/2 ltr rjómi

Sletta af hvítvíni – sirka 5 mtsk

Aðferð.

Mýkjið laukinn á pönnu í smá ólífuolíu.

setjið 2 mtsk hvítvín yfir & látið malla í þar til hvítvínið er soðið að mestu niður.

Hellið rjómanum yfir & látið malla saman á lágum hita í 10 mín eða þar til sósan hefur þykknað.

 

Laxinn eldaður:

IMG_3458

Laxinn steiktur

 

Laxinn er tekinn úr mareneringunni & steiktur á pönnu, ekki þarf að setja olíu á pönnuna þar sem hann er búin að liggja í mareneringunni.  Létt steikið laxinn stuttlega að ofan og látið hann svo eldast rólega á roðinu..  Gætið þess að elda hann ekki um of þar sem hann er bestur safaríkur.

 

Salat með fennel & chilli ásamt sætri sítrus dressingu:

salat

Ruccola fennel & chilli

Það er best að byrja á að útbúa saladið og dressinguna.

Ég notaði ruccola & skar út í það 1 stk fennel & 1 skt rautt chilli saxað smátt.

Dressingin er útbúinn úr 1 dl ólífuolíu, safi úr 1/2 stk sítrónu & ein til tvær mtsk sykur.  Olíu og sítrónusafa er hrært saman í skál og svo sykrinum bætt út í rólega og smakkað til. Dressinging gefur góðan contrast á móti sterku chilli.

Ég nota einnig kartöflumús sem ég set undir laxinn.

IMG_3462

Yndislega fljótlegur & bragðgóður réttur

Eitt af mínum uppáhalds hvítvínum er Memoro frá Piccini & passaði það mjög vel með þessum rétti.

 

 

Share the love: Share on FacebookShare on Google+Tweet about this on TwitterShare on LinkedInPin on PinterestEmail this to someonePrint this page