Laugar Spa @ home

Ég hef alltaf elskað að hafa tíma fyrir dekur & er einn af þeim karlmönnum sem hef frá unga aldri hugsað vel um húðina, rakstur & þótt vænt um að vera vel til hafður.

Það eru ófá vörumerkin sem ég hef kynnst í gegnum tíðinna í húðvörum með misjöfnum árángri.  Um daginn prófaði ég tvær vörur úr nýju Laugar Spa línunni sem Dísa í World Class þróaði. Upplifunin var… ÆÐISLEG.

LaugarSpaFaceBodyHome_20_07_15-183

Face mud maskinn er geggjaður. Ég veit ekki af hverju en ég var mjög þurr í húðinni eftir sumarið & húðin var farin að finna fyrir því. Maskinn örvar blóðrásina, dregur saman húðholur & gefur húðinni frískleika.  Ég nuddaði honum varlega á andlitið & lét standa í 15 mínútur.  Mér leið eins & Christopher Baile í American psycho 😉 stórfengilegur maski.

MTI2NjAyODI3NDg4MzM1MTIy

Eftir það notaði ég Face serum eins & dagkrem. Serumið er ríkt af E-vítamíni & gefur mikin frískleika. Grunnefnin í Seruminu eru E-vítamín, sítrus ávextir, lavender, kamilla & lemongrass.  Mér leið eftir þessa stuttu meðferð eins & ég hafi verið að koma úr 90 mínúta spa & nuddmeðferð en ég var bara á baðinu heima. Ég nota Face serumið í dag sem dagkremið mitt og finn mikin mun á húðinni.

LaugarSpa_oliur

Laugar Spa olíur

Laugar Spa línan er yfirgripsmikil & inniheldur allt sem við þurfum til að upplifa okkar eigin spa stemningu.

Hún er fyrir bæði kynin & er án Parabena, litarefna, bindiefna, bensíns & er ekki prófuð á dýrum.

LaugarSpaFaceBodyHome_20_07_15-183

Laugar Spa fjölskyldan

Ég er spenntur fyrir haustinu & að prófa fleirri vörur úr þessari flottu línu sem er fyrir face – body & home. Þið getið nálgast info um laugar spa línuna hér

 

 

Share the love: Share on FacebookShare on Google+Tweet about this on TwitterShare on LinkedInPin on PinterestEmail this to someonePrint this page