Shape snilldin

Um daginn prufaði ég eftir ábendingar frá vinum að panta mér Shape matarpakkana frá Kokkunum. Pakkarnir eru algerlega málið fyrir þá sem vilja taka sig á í matarræðinu og einnig fullkomnir fyrir þá sem vilja létta sig á hollan hátt.

Ég greindist með sykursýki 1 fyrir nokkrum árum & þarf að hugsa einstaklega vel um heilsuna.  Stór hluti af því er að borða reglulega yfir daginn hollan & góðan mat til að halda blóðsykrinum í réttu jafnvægi.  Ég hef ekki alltaf tíma til að skipuleggja mig og var því að leyta eftir einhverju tilbúnu & hollu.

Þeir hjá Shape reikna út í pakkana fyrir hvern dag rétt magn af trefjaríkum kolvetnum, próteinum & hollri fitu sem gefa 1500 eða 1800 kaloríur eftir þörfum.

Ég tók tveggja vikna átak. Ég valdi dagana sem ég vildi fá matarpoka & svo pikkaði ég hann upp á næstu N1 stöð.  Ég gat mælt árángurinn yfir þessar tvær vikur þar sem ég mæli blóðsykurinn minn nokkru sinnum á dag & var hann í mjög góðu jafnvægi.

12021731_10153713155577859_374096041_n

Innihald pokans er allt sem þú þarft fyrir hollan & góðan dag.

Í pokanum færðu allt sem þú þarft fyrir daginn þinn & útskýringar á matseðli dagsins.

Ég upplifði alla réttina út þessar tvær vikur mjög girnilega & bragðgóða. Hér er lýsing á einum degi en þá var boðið uppá eftirfarandi:

Hádegi.

Arrabískur lambakjötsréttur með hummus & hollu naan brauði.

Millibiti.

Ferskur bláberja þeytingur með hveitikíms & hafra lummu.

Kvöld.

Heilhveiti tortila með kjúkling, sætum kartöflum, spínat & spicy sósu.

Kvöld snarl.

Sítrónu poppkorn.

Síðan kom daginn eftir.

Morgunmatur.

Hafragrautur toppaður með skyri, hindberjum & kakó.

Safi.

Ferskur engifersafi

Þegar þú sækir fyrsta pokan þinn ertu að fá morgunmatinn fyrir daginn eftir og byrjar í raun á hádegismatnum.

12033265_10153713155717859_609448155_n

Hádegismaturinn var  arabískur lambakjötréttur

 

12029162_10153713155782859_1738576149_n

Millibitinn var bláberja þeytingur & holl hafra lumma

Millibitinn fannst mér frábær að fá, þetta er mikilvægur hlutur sem ég yfirleytt gleymi.

12048450_10153713155687859_564490153_n

Kvöldmaturinn, heilhveiti tortila

Kvöldmaturinn í þetta sinn var heilhveiti tortila,  fullkomið sambland af hollri næringu með mjög bragðgóðri spicy sósu.

12026689_10153713155772859_2105551938_n

Kvöld snarlið var sítrónu poppkorn

Ef þið eruð með smá craving á kvöldin þá er alltaf eitthvað hollt & gott til að fá sér í pokunum & þetta sítrónu poppkorn var æði.

Mér fanst síðan æðislegt að fá tilbúin hafragraut & ferskan engifersafa morguninn eftir. Þeir eru víst með 50 mismunandi uppskriftir af hafragraut.

Það er Gunnar Már heilsugúru sem vinnur þetta með kokkunum & hann er alveg með þetta á hreinu að mínu mati.

Ef þið viljið kynna ykkur shape þá getið þið gert það hér, skoða matseðil vikunar & sjá fjölbreytnina.

Það er hægt að panta eingöngu morgunmat, millimál & hádegismat eða fara full on & taka kvöldmatinn með.  Ég sjálfur nýtti mér vikuna sem París & Kiljan Gauti voru hjá mér uppað hádegismat en vikuna sem þau voru hjá mömmu sinni tók ég allann pakkann & og þurfti ekki að hafa áhyggjur af eldamenskunni þá vikuna sem var ótrúlega þægilegt í amstri dagsins.

Ég mun örugglega halda áfram að taka svona átak reglulega,  helst eina viku í mánuði,  þar sem þetta kemur manni algerlega á beinu brautina í matarræðinu.