Hönnunarperla í 101

Reykjavík 101 er að taka á sig stórfengilegar breytingar að mínu mati, þar sem Hafnatorgið er að breyta ásýnd miðbæjarins & nokkrar nýjar íbúðabyggingar eru að rísa.

Eitt af þessum geggjuðu & vel útfærðu húsum er staðsett við Hverfisgötu 94-96 þar eru tilbúnar 38 íbúðir, klárlega ein af betri staðsetningum í 101.

Útsýnið er stórfengilegt úr efstu hæðum & einnig eru 45 bílastæði í bílakjallara hússins sem er klárlega kostur fyrir íbúa hússins.  Tryggvi Tryggvason hjá Opus teiknistofu er aðalhönnuður húsinss  & snillingarnir Berglind Berndsen & Helga Sigurbjarna sáu um innanhús hönnunina.  Þannig má segja að þetta sé sannkölluð hönnunarperla í 101.

Húsið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun & þá sérstaklega í vali á klæðningum sem eru utan á því.  Á götuhæð hússins er svo gert ráð fyrir 4 verslunum ásamt veitingastað Barónstígsmegin & verður spennandi að sjá hverjir opna í þessum flottu rýmum.  Hverfisgatan er búin að fara í gegnum svo ótrúlegar breytingar á síðustu árum & er að stimpla sig inn sem ein af aðalgötum 101 ásamt Laugaveg & Skólavörðustíg.

Á bakhlið hússins er hægt að sjá hvernig hönnunin er hugsuð, þar sem húsið er byggt í nánast U & myndar það stóran sameiginlegan garð í miðjunni fyrir alla til að njóta.

Ef Sir Arnar Gauti ætti að fá að velja sér íbúð í þessu húsi er það klárlega íbúð 502.  Hún minnir mig á hönnun frá þakíbúðum í París, þar sem gluggarnir eru hallandi inn & bakhliðin er einnig æðisleg. Útsýnið úr 502 er stórfengilegt að sjálfsögðu líka, þar sem fjallahringurinn & hafið blasir við.

Íbúðirnar eru frá 59 til 186 fermetrar & ættu allir að geta fundið sér íbúð við sitt hæfi í þessu eftirsóknaverðu húsi.

Byggingin í heild sinni & íbúðirnar eru mjög vel gerðar & smíðaðar af traustum góðum verktaka SA Verk & allur frágángur er til fyrirmyndar.

Sir Arnar Gauti tók að sér það verkefni að setja upp sýningaríbúðina fyrir söluferlið á þessum íbúðum & setti ég upp íbúð 201 sem er 86 fermetra 2 herbergja íbúð á jarðhæð með útgengi á sér svalir.

Það fyrsta sem ég tók eftir & elska við þessar eignir er hvað hönnuninn á innréttingum frá Berglindi & Helgu eru ótrúlega vandaðar & fallegar. Ég gjörsamlega dýrka þetta eldhús, að hafa innfelldan ískáp & uppþvottavélina inn í innréttingunni sem nær síðan alveg á milli veggja & uppí loft er æði.  Eyjan er ótrúlega mikil mubla & mikið pláss í henni sem setur mikin svip á alrýmið í heild sinni.

Það þarf ekki að taka það fram fyrir þá sem þekkja til Sir Arnar Gauta að hafa allar innréttingar svartar er mind blowing fyrir menn eins & mig.

Öll eldhús tæki eru vönduð & vel valin, þar sem spanhellur eru & innbyggður háfur er inní innréttingunni & ískápurinn innfelldur sem gerir allt ótrúlega stílhreint & fallegt.

Ég innréttaði alla íbúðina með uppáhalds vörumerkinu mínu í húsgögnum sem er Dialma Brown frá Ítalíu & fæst einungis í Húsgagnahöllinni hér á landi.  Þessi stíll hefur alltaf heillað mig sem er svona bland af rústik & glæsileika.  Borðstofuborðið er eins & ég hafi keypt það gamalt frá París, svona franskt Rococo & Baroque með twisti & er stækkanlegt.  Ljósið er frá því fallega vörumerki Nordhal sem einnig fæst í Húsgagnahöllinni & hnífapör & matarstell er frá öðru uppáhaldinu mínu Broste Copenhagen.

Stólarnir eru mjög mikið í Louis XIV stíl & eru í brass brúnu sléttflauel & klárlega einn af mínum uppáhalds borðstofustólum.  Bókahilluna fynst mér gaman að nota fyrir fallega decor hluti & setur hún mikinn svip á íbúðina.

Ekta hilla fyrir fallegu hlutina sína.

Allt decor er frá fallega Nordhal Copenhagen

Baðherbergið er rúmgott & með flottum hringspegli, ásamt að vera með þessar fallegu svörtu innréttingar & hita í gólfum.

Fallegar flísar eru á baðinu & walk inn sturtan er æði.

Svefnherbergið er rúmgott & valdi ég 180×200 rúm frá Dorma sem er Natures Supreme dýna & classik botn með svortu pu efni.  Ég dýrka þessi einföldu en rústik náttborð frá Dialma Brown, endurunnin viður á grófum stálfótum er allt sem þarf.  Pláss fyrir lampann & bókina í hillunni.

Það er stórir skápar í svefnherberginu í auðvitað svörtu eins & allar innréttingarnar í íbúðinni.

Ég valdi þennan 4 sæta stórfengilega sófa í þessa íbúð sem kemur frá Dialma Brown eins & reyndar allt annað enda er hann uppáhaldssófinn minn.  Hann er til í bláu & gráu sléttflauel & með þessari flottu bólstrun.  Stóllinn er einnig geggjaður en hann er framleiddur úr endurunnu leðri & endurunnum við ásamt járni, þetta er ótrúlega þægilegur hægindastóll & setur alltaf mikin svip þar sem honum er komið fyrir á heimilum landsins.

Barstólarnir sem ég valdi í þessa íbúð eru auðvitað frá Dialma Brown & eru ótrúlega flottir, þeir eru úr steyptu járni & endast endalaust eins & sagt er.  Mér finnst þetta alltaf mikið atriði að svona stólar séu þægilegir (ótrúlegt en satt er hann það miðað við að vera úr járni) & einnig að þeir séu svipsterkir þar sem þeir spila mikið hlutverk við þessa flottu eyju & í alrýminu.

Ég valdi einnig loftljósin í íbúðina & eru sívalningarnir frá fyrirtækinu kubbaljós.is hjá Gumma Vald snillingi.  Fannst klárlega þau þurfa að vera svört & stílhrein.

Miklaborg & Þórunn Páls er með þessa hönnunarperlu í söluferli & eru allar íbúðirnar nýkomnar á söluskrá þar sjá HÉR

Einnig er sér heimasíða um verkefni, þar sem hægt er að skoða teikningar, útlit & verð HÉR

Ég klárlega myndi skoða þessar eignir ef þú ert í íbúða eða fjárfestinga hugleiðingum & bóka skoðun.  Eins & ég segi alltaf lífið er upplifun

Á endanum læt ég nokkrar myndir fylgja með frá þessu skemmtilega verkefni sem mér þótti vænt um að taka að mér & framkvæma.

Þar sem stór krani var á svæðinu vorum við ekkert að flækja hlutina & allt var híft upp að dyrum

Alltaf gaman þegar ég fæ hreinan ramma & svo nokkra sendibíla af fallegum vörum til að hanna rýmið að innan.

Það er orðið standard að setja Nespresso vélar í fallegar íbúðir í dag.  Þegar er opið hús fá allir gott kaffi.

Litlu hlutirnir skipta ótrúlega miklu máli að mér finnst.  Fallegt decor er unun að horfa á.

Lokahöndin á svona verkefni er að ná flottum myndum sem leyfir rýminu að njóta sín.

Ef að kaupendur af þessum fallegu hönnunar íbúðum vilja fá aðstoð við val á húsgögnum, gólfefnum,ljósum & fl geta viðkomandi sent mér e-mail á arnargauti@sirarnargauti.is & ég klárlega væri til í að koma að fleiri íbúðum í þessu fallega húsi.