Álalækur Property design

Við Álalæk 30 Selfossi standa nokkur falleg 4 íbúða hús með stórfengilegu útsýni.

Þessar flottu íbúðir eru komnar í sölu hjá Lind fasteignasölu, hægt er að skoða eignirnar HÉR

Ég fæ oft það skemtilega verkefni að viðmótshanna nýbyggingar & setja upp íbúðirnar fyrir þann markhóp sem þær höfða til.

Í þessu tilfelli er um nokkur falleg & vel frágengi 4 íbúða hús, þar sem virkilega traustur verktaki Snorri & Bent hjá  Akurhólar ehf á Selfossi reisti.

Á ganginn setti ég lítið hliðarborð með uppáhaldinu mínu buddha sem tekur á móti þér & rústik mynd frá Dialma Brown ásamt svartri rósettu frá sophia.

Hjónaherbergið er með 180×200 rúmi & fataskáparnir rúmgóðir.  Þar notaði ég rúmteppi frá nordhal ásamt púðum.

Það eru 2 svefnherbergi í þessari eign & notaði ég fallegan stól í hornið frá Broste Copenhagen ásamt hrikalega flottum spegli sem kemur út fyrir vegginn frá nordhal.  Klárlega er þetta hugsað sem barnaherbergið & er pláss þarna fyrir skrifborð & sjónvarp á veggnum.

Alrýmið fannst mér mjög fallegt & gerir þessi gluggi langsum ótrúlega mikið fyrir rýmið fyrir utan að hleypa birtunni inn setur hann sterkan svip á alrýmið.  Ég blanda saman rústik & fáguðum stíl  sem er mín uppáhalds blanda.  Ég nota mikið af vörum frá uppáhaldinu mínu í vörumerkjum Dialma Brown & blanda því svo með örðum stílum. Ég valdi síðan sívalínga svarta í allt loftið frá Gumma í kubbaljós.is  Uppáhalds listamaðurinn minn er yndislega L.Stein & er hún staðsett í Linz Austuríki @L.stein þar sem hún rekur Atelier L.stein & situr 150×100 myndinn hennar sterkan svip á alrýmið.

Litlu hlutirnir skipta miklu máli þegar viðmótshönnun er annarsvegar & eru öll húsgögn & fylgihlutir frá Húsgagnahöllinni.

Ég nota einnig oftast eitt af mínum uppáhalds vörumerkjum í húsbúnaði sem er Broste Copenhagen, þetta er fágað en pínu gróft matarstell & svo elska ég svört falleg hnífapör.

Þetta eru rúmgóðar & fallegar íbúðir sem afhendast með flísum & parketi ásamt eldhústækjum.

Baðherbergið er rúmgott með walk in sturtu & fallegum flísum.

Birtan er eitt af því sem ég elska við þessar íbúðir & eru stórar langar svalir meðfram allri íbúðinni með rendri svalahurð.

Eldhúsið er löng falleg innrétting þar sem skáparnir ná alla leið upp í loft.

Það sem klárlega gera þessar eignir eftirsóknaverðar er þetta stórfengilega útsýni & falleg hönnun á húsinu sjálfu.  Öll húsgögn sem ég notaði í þessa íbúð eru frá Húsgagnahöllinni, ljósinn eru frá kubbaljós.is Fastlind er með þessar íbúðir í sölu & eru þær nú þegar orðnar eftirsóttar.