Penthouse 603

Við Álalind 6 í Kópavogi er íbúð 603 sem er ný stílhrein penthouse íbúð. Hugmyndin að hönnun hennar er svona “premium íbúð”. Hönnunin er alls ekki fyrir alla en lítið mál að breyta yfirbragðinu með því að mála loftið hvítt. Að mínu mati er íbúðin fullkomin fyrir hjón sem eru að minnka við sig eða par sem vill vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Æðislegur litur á eldhúsinu frá Axis.

Ég fékk það verkefni að hanna tvær penthouse íbúðir við Álalind 602 & 603. Þetta eru þakíbúðir með stórfengilegu útsýni út frá hjónasvítunni & að framan eru stórar þaksvalir. 602 seldist áður en hún var fullkláruð & núna er 603 tilbúin til sölu.

Þakíbúðin er í miðjunni.

Pælingin að baki hönnun & upplifun 603 er “premium íbúð”. Mikið lagt í upplifun hvað varðar litapallettu, innréttingar & gólfefni. 603 hentar klárlega fyrir fagurkera sem vilja þakíbúð í rólegu húsi.

Ótrúlega hrifinn af þessari fallegu innréttingu frá Axis.

Spanhelluborðið er niðurfellt & er úr sérstakri línu frá Electrolux sem er hugsuð í svona “premium íbúðir”. Það er ótrúlega flott að sjá þegar kveikt er á því & hitastýringin á hellunum er fullkomin. Svipað má sjá HÉR en þó minna en er í íbúðinni. Þessi helluborð eru að mestu sérpöntun & fást í Húsasmiðjunni.

Fágaður steinn í borðplötu.

Þessi fallegi litur er á öllum innréttingum í íbúðinni. Þetta er nýr litur sem Axis var að byrja að vinna með & var ég með þeim fyrstu til að fá að sjá þetta uppsett. Steinninn á innréttingunum er þunnur sem að mínu mati skapar fágað yfirbragð,

Opið alrými

Alrýmið er fljótandi & býður upp á borðstofu til móts við eldhúsið. Stofan er stúkuð af með sjónvarpsvegg. Mikil birta kemur inn í íbúðina frá gluggum á allri hliðinni. Einnig er útgengi á stórar þaksvalir sem er tilvalið að hafa grillið á & útihúsgögn.

Háfurinn er með ljósi.
Elska þetta baðherbergi.

Það er alltaf ótrúlega góð tilfinning að koma inn á þetta baðherbergi. Þetta æðislega frístandandi svarta baðkar með “skylight” þar sem loftið var tekið niður fyrir ledborða & fá þannig þessa tilfinningu að það sé loftgluggi á baðherberginu. Stór hringlaga spegill var sérsmíðaður með lýsingu á bakvið & innréttingin með háum skáp til hliðar & svörtum vask ásamt svörtu blöndunartæki. Flísarnar eru stórar & með fáránlega fallegri áferð. Svart klósett upphengt auðvitað & svartur hnappur.

Frístandandi svört blöndunartæki fyrir baðkarið.

Stór svartur sturtuhaus – ótrúlega flottur.
Grátt reyklitað sturtuglerið passar vel við.
Hilla er sett í flísarnar fyrir ofan salernið.

Flísarnar & allt í þessu fallega baðherbergi er frá versluninni Dekkor í Ögurhvarfi 2, Vatnsenda. Þið getið skoðað vöruúrvalið HÉR

Hjónasvítan.

Gesta, barnaherbergi eða geggjuð heimaskrifstofa.
Mikið veggpláss er fyrir fallega list eða minningar.
Þvottahúsið er með innréttingu fyrir óhreint & til að leggja frá sér bala.
Figure.

Ég tók þá ákvörðun að mála alla íbúðna í ótrúlega hlýjum gráum lit. Lágt gljástig gerir litinn mjög djúpan & hlýjan. Þetta rammaði inn íbúðina að mínu mati & þennan svokallaða “premium stíl” á henni.

Sem sagt íbúð sem þú sérð ekki á hverjum degi! List nýtur sín sérstaklega vel á dökkum veggjum & húsgögnin einnig. Innfeld svört ljós & svartir sívalningar ásamt kubbaljósum eru í allri íbúðinni, ásamt öllum slökkvurum & innstungum. Ljósin koma frá Kubbaljós.is

Álalind 4-8

Þessi íbúð er nýkláruð en ég reikna með að hún stoppi ekki lengi við. Þið getið séð söluyfirlit & skilalýsingu á allri íbúðinni HÉR

Einnig má sjá 603 í þættinum Lífsstílsþáttur Sir Arnar Gauta HÉR