Black is beautiful
Um daginn boðaði Hús & Híbýli komu sína til mín og barna minna, París & Kiljans. Við tókum fagnandi á móti þeim en mig langaði hinsvegar að klára nokkrar DIY hugmyndir fyrst sem voru búnar að sitja á hakanum hjá mér. Ég er með tvo veggi sem mig langaði að taka í make over. Annar veggurinn er fyrir aftan kerta arinn sem ég á & hinn í sjónvarpsstofunni okkar sem er mjög áberandi í íbúðinni.
Ég ákvað að mála arininn svartann en hann var upprunalega kalkmálaður grár. Til þess þurfti ég að pússa hann allan upp sem var massa viðbjóður, ég fór með hann út á pall hjá mér & fína rykið settist á allt, mæli með að hafa grímu fyrir munninum þegar farið er í þetta stuff. Síðan grunnaði ég hann & málaði með tveimur umferðum af matt svörtu, ég notaðið 1% gljástig á hann sem mér finnst geðveikt, hann er djúp mattur & kemur hrikalega vel út.

Tvær umferðir af svörtu fóru á arininn

Kiljan Gauti elskar að hjálpa pabba sínum
Mér fannst eitthvað spennandi að mála síðan vegginn á bakvið arininn í sama gljástigi & láta þetta “feida” saman. Ég á lítinn yndislegan gaur Kiljan Gauta sem er mjög duglegur & heimtaði að hjálpa pabba sínum í þessum framkvæmdum. Natalía París, hitt gullið mit,t var ekki með okkur þetta kvöld en hafði massífa skoðun á málum áður en hún fór enda stefnir hún á að að verða arkitekt að hennar sögn. Þannig að við gaurarnir fórum í þetta saman.
Ég er súper sáttur við útkomuna en síðan var skemmtilegi hlutinn eftir, sem er að stílisera þetta í drasl.

Svörtu rammarnir eru super cool, alltaf hægt að fá flottar hugmyndir af Pintrest
Ég fékk flotta hugmynd á Pinterest að sprauta allskonar ramma en hafa þá tóma. Ég keypti mattasta spreyið sem ég fann & fór síðan í Góða hirðinn þar sem ég keypti nokkra ramma & einnig fór mamma mín í Kistuna í Reykjanesbæ þar sem hún fann nokkra flotta líka, allir á 100 til 300 kr. Ég spreyjaði þá & raðaði random á vegginn til skrauts. Allt annað átti ég & aðal málið var að raða þessu á þann hátt sem ég fílaði best. Mér finnst kósý að raða nokkrum viðarkubbum undir kertaarininn uppá stemninguna. Ég fann síðan stóra virkilega flotta Kertalugt í Rúmfatalagernum á 2.990 kr sem ég setti í stórt kirkjukerti. Öðru hafði ég safnað mér saman í gegnum árin fyrir utan reyndar flotta eggið í svörtu & gylltu sem góð vinkona mín, Magga Jónasar í Make up, store gaf mér úr útstillingu frá sér.

Sáttur