Ég á yndisleg vinahjón sem eru bæði sjúklega busy, hann er markaðssnillingur & hún lögfræðingur. Ég bý c.a. 6 mínútum frá þeim og því eiga þau það til að bjóða mér yfir í mat sem er super þar sem þau eru höfðingjar heim að sækja. Eitt af þessum skiptum fóru þau með mig inná baðherbergi og tilkynntu mér að þau væru ekki að höndla útlitið á þvi. Spurningin sem ég fékk var “Arnar Gauti hvað getum við gert sem gerir þetta stylish?” Svarið var djarft en einfalt af minni hálfu, FULL BLACK.
Eins & sjá má er breytingin ótrúlega flott að mínu mati.
Það verður að byrja á því að hreinsa flísarnar með góðri sápu til að ná af allri húðfitu, síðan grunnuðum við allt draslið & fórum 3 umferðir með svart mattri málningu með gljástig 5% sem er pínu brjálæði varðandi þrif en reynslan hefur sýnt að það var ekkert að því að hafa hana svona matta.
Við máluðum innréttinguna líka & splæstum á hana flottum messing höldum í stíl við alla aðra skrautmuni sem við völdum þarna inn.
Spegillinn, stigahillan & svarti speglaskápurinn voru keypt í IKEA. Að lokum skreyttum við með fallegum munum sem þau fengu sér eða áttu fyrir. Það gladdi mitt auðmjúka hjarta að ná að klára þetta með þeim þar sem ánægja þeirra leyndi sér ekki. Það besta er að þessi yndislegu hjón héldu að þetta myndi kosta nokkur hundruð þúsund en endaði í um 70.000 kr fyrir eitt nýtt baðherbergi.
Fyrirspurnir um ráðgjöf & tilboð í verkefni frá Arnari Gauta sendist arnargauti@sirarnargauti.is