Klassík frá Tag Heuer

Vintage classic

Það er líklega draumur hvers karlmanns að eiga fallegt úr, sérstaklega með það í huga að úr eru í hópi fárra en mikilvægra hluta sem karlmenn geta leyft sér að bera & verið stoltir af.

Það var 1969 sem Tag Heuer hristi upp í hinum klassíska hönnunarheimi úra með því að vera fyrstir til að hanna úr sem var ferkantað & vatnshelt.  Upprunalega úrið er með blárri skífu & alveg ótrúlega fallegt.

monaco-1969-original-re-edition_1

Upprunalega úrið var með blárri skífu

Úrið var búið að vera á markaðnum í 1 ár þegar Steve McQeen ákvað að nota það í myndinni Le Mans (frægri kappakstursmynd) & varð það í kjölfarið eftirsótt hönnun í heimi armbandsúra.

steve

Steve McQueen notaði Monaco í Le Mans myndinni

Í dag eru gömul Monaco úr mjög eftirsótt af söfnurum um allan heim & ganga kaupum & sölum fyrir stórfé.

46 árum og þó nokkrum útgáfum seinna af þessu fræga úri heldur Tag Heuer áfram að setja nýja staðla í úrverki með nýja Monaco V4 úrinu sem er fyrsta úrið sem er með verki áður óþekktu, keyrt áfram á beltum.

v4

Monaco V4 ný tækni

Þetta er ótrúleg tækni sem keyrir Monaco V4 úrið

Nokkrar aðrar útgáfur af Monaco hafa verið framleiddar karlmönnum til yndisauka, meðal annars þessi.

Tag Heuer Monaco 24

Tag Heuer Monaco 24

Dýrka þetta stuff enda hefur það verið draumaúrið mitt í mörg ár.

Hérna er flott vídeó fyrir þá sem hafa áhuga á sögu hönnunar, þetta er Jack Heuer.