Lampe Gras Ljósin

Áríð 1921 hannaði Bernard – Albin Gras nokkrar útfærslur af ótrúlega fallegum ljósum til að nota á skrifstofum & vinnuumhverfi. Þessi hönnun er einföld & falleg, engar skrúfur eða lóðaðir hlutir eru notaðir í samsetningu þeirra.

pic_sbjsd4i8

 

Árið 1927 Keypti Ravel fyrirtækið réttin á hönnun Lampe Gras.

lampegras-n205-bl-bl-cop-05r3lh6k

Lampe Gras no 205

Á þessum tímum fékk hönnun Bernard Gras einlægan aðdáenda sem var Le Corbusier, hann heillaðist af nútímalegri hönnun & notagildum lampans.  Corbusier notaði lampana á sinni eigin skrifstofu ásamt því að nota þá í fjölmörg verkefni sem hann vann að.

pic_qscrnnh3

Bernard-Albi Gras

Í fyrsta skipti í sögunni varð til hönnun á lampa sem var jafn vinsæll í verkefnum arkitekta & á heimilum.

 

pic_nt39mo1e

Lampe Gras Verksmiðjan

Fyrirtækið sem heldur utan um leyfin fyrir framleiðslu á Lampe Gras í dag er DCW í París. Hérna eru nokkrar af mínum uppáhalds gerðum frá DCW.

Þessi er æðislegur við hliðina á sófa & sem náttljós á veggnum við rúmið.

lampegras-n210-bl-bl-cop-eka5kmul

Lampe Gras Vegglampi nr 210

Virkilega flottur yfir borðstoðuborð eða eldhússkenkinn.

lampegras-n302-bl-cop-kyqv3h8c

Lampe Gras loftljós nr 302

 

Ef það er lampi sem ég myndi vilja hafa á vinnuborðinu mínu þá er það Lampe Gras 205

lampegras-n205-bl-bl-cop-05r3lh6k

Lampe Gras lampi nr 205

 

Æðislegur standlampi nr 215

lampegras215-3m64ip8n

Lampe Gras standlampi nr 215

 

Einn vinsælasti vegglampi Lampe Gras.

pic_e6sliwhr

Lampe Gras Vegglampinn 304

 

Til að heillast meira af hönnun Lampe Gras kíkið hér

Söluaðili Lampe Gras á Íslandi er Módern hönnunarverslun