2015 er 100 ára fæðingarafmæli Tapio Wirkkala.
Stóran hluta af hönnun Wirkkala gerði hann fyrir Iittala. Frægasta hönnunin frá honum er Ultima Thule línan og er hún vinsælli í dag en 1960 þegar hún leit dagsins ljós.
Innblásturinn af Ultima Thule línunni fékk Wirkkala frá bráðnum ís í Lapplandi & eyddi hann þúsundum kukkutíma í að fullhanna viðarmótið sem glerið var blásið í.
Ég á alla línuna frá Ultima Thule. Flest finnst mér æðislegt & gaman að dekka upp með, en hvítvínsglasið er allt of lítið, hentar frekar sem staup í dag myndi ég segja, dugar fyrir einn sopa af hvítvíni.
Ultima Thule 37 cm skálin er algjört æði, ég nota hana á skenknum í eldhúsinu fyrir ávexti. Skálina nota ég einnig til að bera fram mat eins & heitt kjúklingasalat.
Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Wirkkala setti Iittala á markað nýjar viðbætur við Ultima Thule lína, sem eru karafla, kampavínsglas & nýtt bjórglas.
Wirkkala hannaði Finlandia vodka flöskuna & einnig er fuglarnir hans frægir.
Hér er skemmtilegt myndskeið um Wirkkala.