Yndislegu FORNASETTI ilmkertin

Sagan á bak við andlitið

Upphafið af hinum fallegu Fornasetti listmunum má rekja til manns sem fæddist 10. nóvember árið 1913. Piero Fornasetti hét maðurinn og var listmálari, högglistamaður og innanhúshönnuður. Veggplattarnir eftir hann eru vel þekktir og nú eru ilmkertin einnig eftirsótt um heim allan.

Það sem einkennir myndirnar á svo til öllum verkum hans er andlit konu sem hann rakst á í tímaritinu 19th-Century magazine. Konan sem heillaði hann svo var Lina Cavalieri og gerði hann yfir 500 útfærslur af andliti hennar. Hann teiknaði og málaði andlit hennar svo oft að hann var farin að furða sig á því hvernig stæði á þessu, hversvegna hann gæti ekki hætt að teikna andlit hennar. Önnur einkenni verka Fornasetti er notkun hans á svörtum og hvítum lit, sólinn og rúmi tímans.

Sonur hans, Barnaba Fornasetti, heldur hönnun föður síns á lofti í dag og er yfirhönnuður fyrirtækisins. Kertin eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ekki sakar að brennslutíminn er langur. Fornasetti kertin fást á Íslandi í versluninni Módern.

fornasetti1

Kertin eru frekar  listmunir en kerti

 

 

fornasetti

Fornasetti