Það eru nokkrar bækur sem eru “must read” að mínu mati.
Klassískar bækur sem hafa kanski farið framhjá okkur en eru algjört æði. Hér að neðan er listi yfir 6 bækur sem mig langar að minna ykkur á að lesa ef þið hafið ekki gert það nú þegar.
Tropic Off Cancer eftir Henry Miller.
Þessi bók var bönnuð í Bandaríkjunum lengi & þótti ógna siðferði þeirra. Bókin gerist um 1930 í París og fjallar um ungan rithöfund, vini hans, sögur af fólkinu sem hann hittir & ævintýrum sem hann lendir í. Ótrúlega vel skrifuð bók & mikil veisla.
A Literate Passion
Önnur bók sem mér finnst persónulega frábær er A LITERATE PASSION en hún er safn af bréfum á milli Henry Miller & Anais Nin.
Myndin Henry & June er byggð á sögunni um leynt ástarsamband Henrys & Anais Nin í gegnum árin. Í þessari bók eru bréfin sem fóru á milli þeirra sett í tímaröð & eru þau ótrúlega skemtilegur lestur, sérstaklega ef þið hafið áhuga á þeim tveimur. Ég byrjaði ungur að safna öllum bókunum hennar Anais Nin & lesa mig í gegnum þær & hafði mikið gaman af. Einnig var myndin Delta off Venus gerð eftir bók Anais Nin.
The art of war eftir Sun Tzu
Þessi bók er án efa ein mest lestna bók okkar tíma, hún fjallar um að vinna stríð sem má auðveldlega yfirfæra á fyrirtækið, sambönd & lífið sjálft. Þetta er ein af þessum bókum sem allir þurfa að lesa.
Að sigra óttann eftir Harold Sherman.
Gunni Hilmars vinur minn setti þessa bók í 1sta sæti hjá sér þegar hann svaraði spurningum um menningarlífið sitt, ég á eftir að lesa hana en set hana hér með þar sem gaurinn er með þetta.
Máttur athyglinnar eftir Guðna
Leiðin að kynnast sjálfum sér sem ég hef mikin áhuga á & hef stigið mín fyrstu skref í áttina að betri vitund um okkur sjálf, þá er þessi bók eftir Guðna að mínu mati lykilatriði & í uppáhaldi.
Paulo Coelho The Alchymist
Paulo Coelho ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum, hann hefur skrifð súper flottar bækur sem eru gefandi & nærandi fyrir sálina. Mín uppáhalds eftir hann er Alchymista.
Það er rosalega skrítið að fara ofan í kassana sem ég á í geymslunni & spá í útaf hverju ég keypti eða safnaði ákveðnum bókum. Ég á allt safnið hennar Anais Nin, sem dæmi, ég safnaði því þegar ég var um 22 ára & hafði á þeim tíma greinilega mikin áhuga á ást, Frakklandi & fallega skrifuðum bókum. Aðrar bækur sem ég hef farið í gegnum meira út af afþreyingu eru Dan Brown bækurnar. Það er eitthvað sem heillaði mig við þær allar. Í dag finnst mér æðislegt að ná hugarró & að lesa uppbyggilegar bækur sem fá mann til að meta lífið & samskipti fólks.