Ég fór á frumsýninguna á BLÆÐI obsidian pieces sem er samstarf Íslenska dansflokksins og Listahátíð í Reykjavík.
Þessi sýning eins & ég myndi segja það “rocked my world”. Ég er búin að vera mikill aðdáandi Íslenska dansflokkssins í nokkur ár eða allt frá því að sá fyrstu sýninguna með Íd. Ef þið hafið ekki kynnst Íslenska dansflokknum & hafið áhuga þá er þetta verk gjörsamlega málið fyrir ykkur sem viljið fara í fyrsta skiptið. Það eru tvær sýningar eftir 25 maí & 28 maí.
Sýninging Blæði eru fjögur verk sem eru öll á heimsmælikvarða. Þrír fullkomnir konfektmolar fyrir hlé & svo sexy svört olía & latex eftir hlé – alger sprengja!
Les Médusées var upphaflega samið fyrir Louvre listasafnið í París. Verkið er ásækið kventríó sem sækir innblástur sinn í hið töfrandi eðli gyðju-styttana í Marly garði safnsins. Danshöfundur er Damien Jalet er margrómaður dansari & höfundur.
Á dagskránni eru svo tvö brot úr hinu geysivinsæla verki Babel (words) eftir Damien Jalet & Sidi Larbi Cherkaoui.
Sin er nautnafullur & kraftmikill dúett sem sækir innblástur sinn í goðsagnirnar um hið upprunalega par & þeirra sameinuðu & sundruðu krafta.
The Evocation er nútímatúlkun á Zikr, athöfn innan súfisma, þar sem endurtekning á einu orði er notað til að losna undan álögum.
Í Black Marrow birtist tær máttur líkamans sem reynir að lifa af í kæfandi heimi þar sem eðlishvötin hefur verið iðnvædd.
Verkið er unnið af Ernu Ómarsdóttur & Damien Jalet ásamt frumsamdri tónlist Ben Frost.
Black Marrow var upprunalega samið fyrir Chunky Move, einn helsta nútímadansflokk Ástralíu & sýnt á alþjóðlegri listahátíð í Melbourne árið 2009. Verkið birtist hér í nýrri mynd sérstaklega útfærðri fyrir Íslenska dansflokkinn.
Búningana í Black Marrow gerði Júlíanna Steingrímsdóttir
Ég gekk út af þessari upplifunni minni þakklátur fyrir að við skulum í alvörunni eiga jafn frábært & hæfileikaríkt fólk sem Íslenski dansflokkurinn hefur að geyma.
Erna Ómarsdóttir listrænn ráðgjafi til hamingju með þetta. Við Cameron, Einar, Elínu, Höllu, Hjördísi, Ingu, Sergio & undrið Þyrí vil ég segja, þið færðuð menningar hrifningu mína & áhuga upp á plan sem ég vissi ekki að ég ætti eftir að upplifa.
Takk fyrir mig,
Sir Arnar Gauti