Hönnuður & fagurkeri.
Gunni Hilmars eins & við þekkjum hann er einn af frumkvöðlunum í fatahönnun & framleiðslu á tískufatnaði á Íslandi.
Gunni hefur einnig aðstoðað marga af okkar þekktustu fatahönnuðum við að gera draumin sinn að veruleika. Gunni & Kolla hanna & eiga Freebird merkið sem er til sölu í yfir 500 verslunum um allann heim. Þetta er menningarlífið hans.
Hvernig er tónlistasmekkurinn þinn?
Hann er vægast sagt margbreytilegur. Ég er sjálfur á kafi í tónlist og reyni að spila á hljóðfæri í það minnsta 30 mín á dag. Það er svo gott fyrir sálina og hjartað.
Þessa dagana er ég í einhverju nostalgíu kasti. Er að hlusta á The Smiths, Radiohead, Bítlana og síðan Bach. Eftir að hafa orðið ástfangin af sjöundu sínfóníunni þá hef ég hef verið að stúdera hann aðeins. Það má skipta þessu í tvennt. Tónlist sem ég vinn við og síðan tónlist sem ég hlusta á í bílnum og úti að hlaupa. Mýkri tónlist við vinnu en harða tónlist annars staðar. Er líka skotinn í Agent Fresco þessa dagana og bíð spenntur eftir nýju plötunni.
Agent fresco:
Lagið sem kemur þér alltaf í gott skap?
Það er Love með John Lennon.
Síðasta bók sem þú fórst í gegnum?
Að sigra óttann eftir Harold Herman. Frábær bók sem útskýrir baráttuna við hugann betur en margar aðrar. Þetta er gömul bók og illfáanleg. Ég spurði um hana hjá Braga fornbókarsala á Klapparstíg. Hann sagðist ekki eiga hana. Ég kom síðan ári síðar aftur í búðina og þá hafði hann geymt hana fyrir mig mánuðum saman svo hún svo sannarlega beið eftir mér.
Kvikmyndin sem þú getur horft á aftur & aftur?
Hús Andanna eftir sögu Isabel Allende. Mögnuð saga.
Quote sem fær þig til að hugsa?
“A lion does not turn when a small dog barks”.
Síðasta mynd sem þú sást í bíó?
Fúsi, algert æði!
Síðasti menningarviðburður sem þó fórst á?
Tískuvikan í New York
Uppáhalds staðurinn þinn sem þú ferð á til að njóta kvöldsins?
Verð að segja heima. Þar er best.
Borgin mín er?
New York. Suðupottur sköpunar, menningar og krafts
Síðasta sem þú appaðir í símann þinn?
8 MM video app.
Besta stundin mín er?
Gott frí eftir mikla törn.
Þegar ég horfi á fallega hönnun?
Þá hugsa ég um að öll þessi vinna okkar hönnuða hefur tilgang.
Fallegasta bygging á Íslandi?
Hallgrímskirkjan.