Ég elska gæða hráefni í matargerð.
Um daginn fór ég í Melabúðina til að finna gourmet túnfisk í olíu sem ég frétti að væri bara til þar. Vinur minn Roberto Tariello sagði mér frá þessu, en hann er ítali búsettur á Íslandi til margra ára. Roberto framleiðir sínar eigin pulsur og salami sem eru “mind blowing” án efa það besta sem ég hef smakkað á þessu landi. Ég var að kaupa af honum nokkrar pulsur þegar hann upplýsti mig um að hann er að flytja inn frá Ítalíu stórfengilegann túnfisk í dós sem ég yrði að prufa & einnig handgert pasta undir hans nafni.
Ég ákvað að prófa að gera túnfiskpasta sem mér finnst alltaf gott að fá mér þegar ég kem til Ítalíu en hafði aldrei masterað það sjálfur.
Hérna er uppskriftin að sósunni:
1/2 dós Callipo túnfiskur
1 stk rauðlaukur
5 stk hvítlauksrif eða eftir smekk
1 stk rautt chilli
2 mtsk capers
safi úr 1/2 sítrónu
1 krukka af tómatsósu, ég notaði tómat & chilli sósu frá Jamie Oliver
2 stk tómatar smátt skornir
1/4 hvítvín
Aðferðin er einföld & fljótleg.
Sjóðið Tariello tagliatelle eða sambærilegt pasta samkvæmt leiðbeiningum þar til að það verður al dente.
Á meðan hitið á pönnu 2 mtsk ólífuolíu, setjið úti í laukinn, hvitlauk og chilli og steikið í nokkrar mínútur. Bætið svo við capers, ,túnfisk, kreystið yfir 1/2 sítrónu & hellið að hvítvínunu yfir.
Leyfið þessu svo að malla í um 5 mín eða þar til hvítvínið hefur soðið niður um 50%. Hellið þá yfir tómatmaukinu & söxuðu tómötunum og látið malla í um 10 mín.
Setjið pastað á disk & túnfisksósuna yfir, stráið parmegano & saxaðri steinselju yfir diskinn.
Ég tók með þessu létt & gott rauðvín sem fór vel með túnfisksbragðinu.
Ef ykkur langar að kynnast Tariello betur getið þið gert það hér