Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég skrifa um þennan stórkostlega smábíl. Fiat 500 er búin að vera í uppáhaldi hjá mér frá því að Fiat & Gucci fóru í samstarf með endurgerð á bílnum.
Fiat 500 hefur verið óbreyttur frá 2007 en núna er búið að uppfæra þetta gull.
Fiat hefur selt 1,5 míljón eintaka af þessum flotta borgarbíl. Það var því ekki krafa markaðsins sem knúði á uppfærslu á honum heldur þörfin hjá Fiat til að gera breytingarnar í takt við nýja tíma & tækni segir Lorenzo Ramaciotti fyrrum yfirmaður hjá Fiat Group sem sá um breytingarnar.
Lítill margmiðlunarskjár er núna komin í fiat 500
Hönnunin á framljósunum var látin halda sér, en að innan voru þau sett í nýjan búning í takt við þróun ljóstækninnar.
Hönnun á afturljósunum var hins vegar breytt og eru þau nú meira hringlaga & 3d hönnun á þeim.
Að innan eru sætin búin að fá nýtt útlit til að falla betur utan um líkamann.
Fiat 500 kemur líka með blæju
Í dag er samt að mínu mati ein flottasta útfærslan af fiat 500 eintakið sem var gert í samstarfi við Gucci, ég gjörsamlega dýrka þann bíl.
Þið getið skoðað fiat 500 hér