Ralph Lauren í Höllinni

Húsgagnahöllin er búin að taka ótrúlegum breytingum síðustu tvö ár & býður uppá eitt mesta vöruúrval í smávöru & húsgögnum sem þekkist í dag.  Höllin er komin með uppáhalds ilmkertin mín sem ég hef yfirleitt þurft að fara krókaleiðir til að nálgast, bið t.d. oft flugfreyju vinkonur mínar um að kippa einu með sér frá Ameríku. Þetta eru ilmkertin frá Ralph Lauren, goðinu mínu í tískubransanum. Húsgagnahöllinni er líka með sjúklega flott matarstell úr Ralph Lauren Home línunni sem ég held mikið uppá.

11995706_10153688435177859_167276221_n

Ralph Lauren kertabarinn í Húsgagnahöllinni

Ralph Lauren kertin koma í tveimum stærðum minna kertið er með 63 klukkutíma brenslutíma & stærra kertið er með 83 klukkutíma brenslutíma. Báðar stærðir eru til með 8 mismunandi angan & er Húsgagnahöllin með sérútbúinn bar þar sem hægt er að prófa sig áfram til að finna uppáhaldsilminn.

11992392_10153688435317859_1098627263_n

Ilmbarinn.

 

11994329_10153688435332859_1616987479_n

Það eru 3 kveikjuþræðir á stærra kertinu & 83 tímar í brenslu.

 

classic-duchess-triple-wick-candle

Duchess hefur geggjaðan ilm

 

Ég verð síðan að minnast á uppáhaldið mitt sem er jólailmkertið frá Ralph Lauren sem var að koma í Höllina.

Ég veit ekkert yndislegra en að kveikja á þessum ilmi í byrjun nóvember, þá kemst ég virkilega í jólagírinn. Þetta er vinsælasta jólailmkertið þótt víða væri leitað & kemur í tveimur stærðum ásamt diffuser & jóla pottpourri sem er ótrúlega flott að setja í fallega skál & láta standa á borði yfir hátíðarnar & já ég sagði JÓL.
RLH_xmasÞið getið kíkt á úrvalið af ilmkertum & stráum hérna