Haustveisla á UNO

Það hefur skapast sú hefð hjá mörgum veitingastöðum að setja matseðlana sína í haust & vetrarbúning. Á sumrin er ég oftar stemmdur fyrir ískalt hvítvín & létta rétti en þegar dimma tekur & með kólnandi veðri langar mig miklu frekar að njóta þess að fá mér þungt rauðvín & mat sem er bragðmeiri & þyngri fyrir palettuna.

Einn af mínum uppáhalds veitingastöðum í gegnum árin er ítalski staðurinn UNO. Þegar ég sá á samfélagsmiðlum að UNO væri komin í haust gírinn með nýjan matseðil, úrvali af því vinsælasta yfir árin, varð ég spenntur að kíkja.

Ég skellti mér því í smakk til þeirra einn fallegan sunnudag með 3 góðum vinum sem endaði á að við sátum í rólegheitum frá 13 til 18 að borða, ég gat varla hætt svo mikil var bæði stemningin á UNO & maturinn var stórfengilegur.

UNO er með mikla kokteil menningu þannig við URÐUM að fá okkur einn í fordrykk.

12179496_10207670418188575_2047504206_n

Æðislegur kokteill Jökulsárlón

12178013_10207670411068397_982143357_n

Mikið til af flottum & bragðgóðum kokteilum á UNO

12178000_10207670418068572_2720421_n

Klassískur whiskey sour er haustlegur & bragðgóður.

10547736_687389474673279_4379385110834797800_o

UNO leggur mikin metnað í kokteilana sína.

Síðan var komið af smáréttunum

Þar sem við vorum 4 saman & ákváðum við að nota tækifærið til að smakka og deila öllu, það er miklu skemmtilegri upplifun.  Við pöntuðum  því 4 rétti & 4 auka diska. Valið á forréttum var erfitt en við enduðum á að panta carpaccio, baby back ribs, bakaðann brie og djúpsteiktann mozarella.

12168063_10207670425068747_872164283_n

Carpaccio

Carpaccio var geggjað stuff, nautafillet, valhnetur, klettasalat & parmesan.  Einn af mínum uppáhalds réttum á UNO og besta carpaccio sem ég hef fengið enda hef ég stundum dottið þar inn bara til að fá mér þennan rétt ásamt góðu rauðvíni.

12167841_10207670424828741_2024566989_n

Baby back ribs

Rifin voru mjög góð, hægelduð, féllu af beininu, með hráskinkumulning.  Gæti hugsað mér næst að panta tvo skammta sem aðalrétt.

12177735_10207670424388730_1649173207_n

Bakaður brie.

Mér finnst alltaf eitthvað sjúklega haustlegt við bakaðan brie ost, brauð & gott rauðvín.  Osturinn kemur með rósmarín, hunangi, hnetum & plómu chutney.

12170177_10207670423388705_409775878_n

Djúpsteiktur mozzareslla ostur

Þessi réttur er klassískur og frábær til að deila, hvítlauksmarineraður mozzarellaostur með heimalagaðri sætri chillissultu.

Þá var komið að AÐALréttunum.

Við vorum búin að taka ákvörðum um fjóra rétti þegar frábæri þjóninn okkar mælti með þorskhnakkanum, hans uppáhalds, sem við hentum inn og öðrum uppáhalds út í staðinn. Við sáum alls ekki eftir því. Á pöntuninni var líka lambaskanki, humar & risarækju linguine og nauta & chilli papardelle.

12179231_10207670419748614_260307503_n

Þorskhnakki

Þorskhnakkin var mjög bragðgóður & safaríkur, hann er borin fram með gulrótum, kartöflumús & hollandaise sósu.

12166717_10207670420268627_999577411_n

Lambaskankinn

Ég er með eitthvað blæti fyrir lambaskönkum & stóðst þessi allar væntingar mínar. Mér finnst þessi réttur fullkominn á fallegum haust sunnudegi eins & þessum sem ég var að upplifa.  Skankinn er hægeldaður með kartöflumús, rótargrænmeti & rauðvínsgljáa.  Með þessum rétti er gott þungt rauðvín alveg málið.

804507_10207670421588660_1888801760_n

Humar & risarækju linguine

Kraftmikill pasta réttur með risarækjum & humri borin fram með klettasalati, tómötum & tomatosósu.  Fékk mér hvítvín  með smakkinu af þessum rétti en létt rauðvín hefði einnig farið vel með honum.

804508_10207670422228676_1222163807_n

Nauta & chilli pappardelle

Rúsínan í pylsuendanum var þessi pasta réttur sem kom illilega á óvart. Nautakjötið er hægeldaður skanki með kröftugum tómatgrunni, chilli & hvítlauk.  Bragð pallettan sprakk gjörsamlega um leið & ég bragðaði á fyrsta bitanum & ég sá fyrir mér snjó & matarboð með vinum þar sem þessi réttur myndi slá í gegn (þarf að fara aftur á UNO & grátbiðja um uppskriftina), þungt gott rauðvín með kláraði þessa upplifun uppá 10+.

12170418_10207670414188475_629371137_n

Ostakaka & sorbet

 

Að lokum

Til að enda þessa veislu fengum við okkur tvo eftirrétti, við gátum ekki fjóra.  Fyrst var ostakaka sem innihélt hvítt súkkulaði & sítrónu með heslihnetubotni, berja compot & ferskum sorbet,  mjög ferskur & bragðgóður réttur.

12166284_10207670415148499_1369250617_n

Blandaður ís

Við kláruðum  svo veisluna og róuðum magann með blönduðum ís, sem var ótrúlega vel framsettur & góður.

Þessi sunnudags eftirmiðdagur með vinum & góðum mat var frábær upplifun fyrir okkur öll.  Ég læt fylgja með stemningsmyndir frá UNO hér að neðan.  Og ef þið viljið kynnast UNO frekar getið þið gert það hér kæru vinir.

12179065_10207670409388355_374406070_n

UNO er mjög vel hannaður staður að mínu mati

12179035_10207670411868417_458087868_n

10945123_795594820519410_3083157312141442165_o

10900037_937473209664903_6579221745921530453_o

1185315_515773741834854_1837087314_n

600566_479826918762870_693041989_n

268898_473218879423674_1834039077_n

1274962_523050164440545_507033_o

10168033_630018173743743_8164809345907033283_n