Veisla skilningarvitanna ÍD

Íslenski dansflokkurinn frumsýndi Himinninn Kristallast eftir Siggu Soffíu  þann 5 Nóvember.  Síðustu 3 ár hefur Sigga Soffía sett upp flugeldasýningu Menningarnætur & er þetta verk lokapunkturinn á þessum þríleik.

Það var magnað að upplifa þessa sýningu ÍD sem gaf geggjaða upplifun fyrir sjón & heyrn í heild sinni.  Að sjá þessa flottu dansara túlka flugelda var mjög skemtilegt & heillandi í senn.

Mér fannst sérstaklega flott hvernig notuð var rafræn rödd sem túlkaði  og lýsti eiginleikum hvers flugelda fyrir sig. Sprengi hreyfingar dansaranna í takt við flotta tónlist og tryllta lýsingu var algjör veisla.

og himinninn kristallast 2

Ljósin æðisleg

Ljósahönnuninni verður að hrósa, Björn Bergsteinn fór gjörsamlega á kostum þarna & voru ljósin mjög stór þáttur af þessu flotta sjónarspili sem sýningin klárlega var.

og himinninn kristallast 4

Búningarnir mjög flottir

Búningana hannaði Hildur Yeoman & var búningur Lovísu undir lokin geggjaður þar sem hann sem lýstist upp & gerði hreyfingar hennar ótrúlegar. Búningur Ellenar Margrétar var líka stórkostlegur en hann glitraði allur líkt og útsprunginn flugeldi .

og himinninn kristallast 1

Ótrúlega falleg búningarhönnun

Sviðsmyndinn var líka eftirtektaverð ásamt síðan lifandi flugeldum til að undirstrika áhrifin af þessu verki.

og himinninn kristallast 6

Alvöru flugeldar komu við sögu

og himinninn kristallast 3

Fljúgandi flugeldi

og himinninn kristallast 5

Þau eru svo flott

Þetta er ein af þessum geggjuðu upplifunum sem ég hef haft svo mikla ánægju að fá að njóta hjá Íslenska Dansflokknum.

Ég óska Ernu Ómars & Siggu Soffíu svo sannarlega til hamingju með að hafa náð að gera þessa upplifun ógleymanlega & auðvitað þakka ég þessum flottu dönsurum fyrir veisluna.

Það er bara ein sýningar eftir af Og Himinninn Kristallast, og mæli ég sérstaklega með því að ef þið hafið ekki upplifað Íd áður að fara að sjá þetta verk.  Kynnið ykkur íd HÉR   hér að neðan er smá upplifun.

Danshöfundur: Sigga Soffía í samstarfi við dansara

Tónlist: Jóhann Jóhannsson o.fl.

Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningar: Hildur Yeoman

Sviðsmynd: Helgi Már Kristinsson

Leikhúsfræðilegur ráðgjafi: Alexander Roberts

Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbet, Ellen Margrét Bæhrenz, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir & Þyri Huld Árnadóttir