Library undrið

LiBRARY bistro/bar opnaði dyrnar sínar í byrjun nóvember 2017 eftir miklar breytingar á þeim veitingastað sem þar var fyrir. Yndislega við þennan nýja veitingastað er að hann er nánast búin að vera uppbókaður síðan.  Staðurinn er búinn að fá mjög góða dóma & verð ég að segja að mín uppáhalds setning hvað það varðar er ” þegar maður er kominn á Library þá langar manni ekki að fara” – þá að mínu mati er takmarkinu náð & við skilað af okkur verkefni til eigenda & hótelstjóra sem þau geta verið stolt af.

Þetta ferli við hönnun & hugmyndavinnu hófst í maí 2017 þegar eigendur & hótelstjóri Park Inn by Radisson á Suðurnesjum leituðu til Sir Arnar Gauti & Jón Gunnars Geirdal sem rekur hugmyndalandið Ysland, með nýtt consept inná hótelið.

Arnar Gauti & Jón Gunnar meðan á framkvæmdum stóð Mynd VF – Pket

Við vinirnir tengdum okkur síðan saman í því sem við köllum „concept creation“ vinnu, hvort sem það eru veitingastaðir sem eru til staðar og þarf nauðsynlega að laga eða í nýju húsnæði. Við erum svokallað „onestop­shop“ fyrir verkefnin okkar. Við veljum hvert einasta húsgagn, gólfefni, liti á veggi, tónlistina & hvernig hún dreifist yfir daginn & vikuna, þróum nýjan matseðil með kokknum & þá líka hvernig réttirnir líta út þegar þeir koma út úr eldhúsinu, allar merkingar & svo sjálfa opnunina á staðnum. Við vorum nefnilega ekki bara að opna nýtt bistró heldur glænýja upplifun í mat & drykk á pari við það allra besta sem gerist í París, höfuðborg bistróanna. Þannig byrjaði þetta allt saman.

Þegar við vinirnir setjumst síðan saman í upphafi á svona verkefni þá byrjar sú vinna oftar en ekki á að finna nýtt nafn á staðinn og í þessu tilviki var veitingastaður fyrir á hótelinu sem hét Vocal & var orðinn barn síns tíma & ekkert að frétta þar í raun & veru.

Vocal fronturinn fyrir breytingar á meðan framkvæmdum stóð

Library fronturinn eftir breytingar

Þegar hugmyndir af nafni komu upp þá var nafnið LiBRARY bistro/bar valið á endanum en áður fyrr í sama húsi, en ekki í sama rými, var starfandi bókasafn Keflavíkur & þar kom nafnið ásamt því að okkur fannst einhver rómantík í þeirri tengingu.  Upp frá þessu þótti okkur ljóst að hann yrði fullur af bókum & þetta hlýlega bistro andrúmsloft yrði að leiðarljósi í allri hönnunarvinnu.  Bókasafn Keflavíkur reyndist okkur síðan ótrúlega vel í þessari hugmyndavinnu & lét okkur eftir nokkuð hundruð bækur í þetta verkefni.

„Við vildum búa til sterka tengingu fyrir heimamenn á Suðurnesjum ásamt því að heiðra æskuminningar okkar héðan frá Keflavík því ég er uppalinn hérna & Jón Gunnar var mikið í Keflavík sem barn hjá ömmu og afa,“ þannig að tengingin við bókasafnið var nokkuð sem okkur þótti mjög vænt um.

Library nokkrum dögum fyrir opnun

Þar sem ég af stórum hluta ævinnar er alinn upp á Suðurnesjum & Jón Gunnar átti þar rætur, fannst okkur sérstaklega vænt um þetta verkefni: Að búa til upplifun fyrir Suðurnesjabúa sem væri á pari við það besta sem gerist í höfuðborginni. Við vildum hanna stað á þeim kaliber sem hafði ekki verið til staðar fyrir Suðurnesjabúa áður. Einnig höfum við ferðast talsvert erlendis til að kynna okkur veitingastaði & upplifun þeirra & eitt af þeim conseptum sem heilla okkur mikið eru flottir hótel barir & veitingastaðir, þar sameinast eins & á Park Inn by Radisson, sem er nánast alltaf fullbókað, blanda af innfæddum ásamt flóru af erlendum gestum sem færir mikið líf dags daglega inná staðinn.

Skemmtileg blanda af innfædum & erlendum gestum einkennir Library

Einnig til að halda uppi alvöru upplifun í mat & drykk þarf að vera alvöru happy hour sem er milli 15 & 19 alla daga sem heimamenn ásamt erlendum gestum hafa svo sannarlega nýtt sér í þessu fallega umhverfi sem Library er. Happy hour hefur fyrir löngu orðið skemmtileg ástæða til að hitta vini í flottum drykkjum sem Library leggur mikið uppúr.

Einn vinsælasti kokkteillinn í dag, espressó martini

Við settum líka inn í matseðilinn brunch á laugardögum & sunnudögum sem hefur notið mikilla vinsælda, bæði fyrir heimamenn en einnig eru viðskiptavinir að koma úr höfuðborginni & taka sér bíltúr á Suðurnesin til að njóta brunch á Library. Þar fyrir utan er í auknu mæli t.d pör að koma af höfuðborgarsvæðinu á laugardegi uppúr hádegi & tékka sig inná hótelið til að njóta í rólegheitum Library, taka svo dinner, sofa yfir nóttina & enda svo á brunch á sunnudegi áður en haldið er heim aftur, pínu svona að upplifa útlönd á Íslandi, held að öll pör hafi gaman af því að gera eitthvað svona.

En förum nú í hönnina & concept creation partinn af Library.

Húsgögn:

Öll húsgögn, ljós & meirihlutinn af smámunum kemur frá ítalska hönnunarfyrirtækinu Dialma Brown. Þetta er fyrirtæki sem ég tók hingað til lands þegar ég hóf störf hjá Húsgagnahöllinni þar sem ég starfa einnig í dag sem listrænn stjórnandi & ráðgjafi. Getið skoðað allt frá Dialma Brown HÉR.

Það voru alveg nokkrir sendibílar af Dialma Brown sem keyrðu Reykjanesbrautina

Dialma Brown er þekkt ítalskt vörumerki sem sérhæfir sig í svokölluðum „vintage & industrial“ stíl sem hefur notið mikilla vinsælda en hann fer sérlega vel með öðrum stílum. Flest húsgögn Dialma Brown eru úr endurunnum viði ásamt því að flest leður er endurunnið líka sem setur ótrúlega mikinn sjarma á útlit þeirra fyrir utan að fara betur með jörðina. Vönduð vinnubrögð einkenna Dialma Brown sem handvinnur vörurnar sínar á Ítalíu. Þetta er klárlega uppáhalds vörumerkið mitt í húsgögnum & taka má það fram að Dialma Brown er að fara nota myndir frá Library á vefsíðu sinni og í sérstökum bókum sem eru tileinkuð svona verkefnum út um allan heim & eru þeir sérstaklega ánægðir með þennan veitingastað Library á Íslandi.

Veggfóður:

Ég nota mikið veggfóður í mínum verkefnum & þá er bara eitt fyrirtæki sem kemur til greina að mínu mati það fallegasta sem hægt er að fá á markaðnum í dag & heitir NLXL umboðsaðilar á Íslandi er Lýsing & Hönnun.  Þetta eru ótrúlega raunveruleg veggfóður þar sem kemur fyrir oft gamall viður, marmari & fl.

Ég notaði veggfóður sem heitir “burned wood” framan á vegginn þar sem er arinn, fannst það eitthvað skemmtilegt að vera með brenndan við ásamt eldi.

NLXL veggfóður sem kallast burned wood

Þegar við byrjum þessa hönnunar & hugmyndavinnu var NLXL nýbúið að gera nýtt veggfóður sem heitir Biblioteca hannað af Ekaterina Panikanova & það var geggjuð upplifun fyrir mig að geta keypt þetta inní hönnun Library.  Þetta veggfóður er eins & ég hafi klippt út fullt af blaðsíðum úr gömlum bókum & límt á vegginn. Fólk sem kemur á Library fer yfirleitt uppað veggnum til að snerta hann & ganga í skugga um að þetta sé veggfóður.  Þetta gjörsamlega steinlá í kringum allar okkar pælingar & kom ekkert annað til greina en að nota þetta & leyfa því virkilega að njóta sýn.

NLXL Biblioteca hannað af Ekaterina Panikanova nýtur sýn ótrúlega vel í lounge hlutanum

Einnig notaði ég veggfóður framan á barinn til að gera hann rústik, þar valdi ég scrap wood hannað af Piet Hein.

NLXL scrap wood hannað af Piet Hein kemur vel út framan á barinn

Viður:

Við tókum allan við inná Library frá Efnasölunni í Kópavogi, þeir eru snillingar í því sem þeir flytja inn & gaman að kíkja reglulega til þeirra & sjá hvað þeir eru að bjóða uppá hverju sinni.

Barplatan & allar hillur fyrir barinn & bókahillur inná Library eru búnar til úr efni frá þeim, þetta kemur algjörlega hrátt & svo er viðurinn unnin, bæsaður & lakkaður eftir þörfum.

Svona leit barplatan okkar út áður en hún kom í hús & unnin af smiðunum

Gólfefni:

Gólfefnið sem var fyrir á þessu rými var svartur marmari sem í sjálfu sér er ekkert slæmt en hentaði alls ekki uppá heildarútlit staðarins sem átti að vera mjög rústik en í senn hlýlegur & nýstárlegur.

Þannig að við ákváðum að velja efni sem lýtur alveg eins út & parket nema er vínil gólfefni sem kemur í svipuðum borðum eins & parket.  Þetta er mjög sterkt efni & hentar mjög vel á fleti sem er mikil notkun á.  Einnig er yfirleitt hægt að leggja þetta beint yfir það gólfefni sem fyrir er án mikillia vandhvæða.  Í okkar tilviki var gólfið jafnað með efni yfir marmarann & pússað til að ná algjörlega sléttum fleti & síðan vínilflísarnar límdar yfir.  Þetta gerði eðlilega ótrúlega mikið fyrir heildarútlitið að skipta um gólfefni.

Ótrúlega raunverulegt viðarútlit en er í raun vínilfjalir

Litaval:

Ótrúlegt en satt nota ég aðeins 2 liti inná Library & þeir heita Pigeon Grey af litakorti Alcron frá Slippfélaginu, þessi litur er nánast dauðmattur & ótrúlega hlýr.  Síðan notaði ég uppáhalds litinn minn sem er svartur í 17% gljástigi.  Þessir tveir litir vinna vel saman & skiptir máli að þeir séu mjög mattir í þessu tilviki.

Jamm svartur er uppáhalds litur Sir Arnars Gauta

Lýsing:

Að vera með rétta lýsingu er lykilatriði þegar kemur að andrúmslofti & upplifun á veitingastað, of köld lýsing getur verið alveg off & í hönnunn Library þurftum við að vinna með óbeina lýsingu sem var til staðar í loftaplötum & skreyttum svo salinn ásamt barnum með geggjuðum ljósakrónum frá Dialma Brown.  En það var sólskálinn sem var krefjandi & held ég að leiðin sem við fórum þar hafi ekki geta komið betur út.  Við settum 120 stk af efnissnúrum með fattningu á & stórfenglegar skrautperur í þær sem komu frá Broste Copenhagen & fást í Húsgagnahöllinni.  Við hengdum þær í mismunandi hæð til að fá fallegt flæði yfir skálann. Hann kemur líka ótrúlega vel út í myrkri þegar horft er á hann frá Hafnargötunni, mest keyrðu götu Suðurnesja.

Lýsing & atmo fyrir breytingar

Lýsing & atmo eftir breytingar Mynd VF – Pket

Barinn:

Fyrir breytingar var hjarta veitingastaðarins lítill bar sem var falinn á bakvið vegg þegar viðskiptavinir hótelsins & gestir komu, við rifum hann niður & smíðaður var mun stærri bar fyrir þjóna & viðskiptavini.  Hann blasir við þegar horft er inn á Library. Við vildum einnig gera hann hlýlegan & eitthvað öðruvísi heldur en hinn hefðbundna bar sem maður sér vanalega.  Við ákváðum að propsa hann upp með fullt af bókum & fallegum hlutum án þess að það myndi bitna á tilgangi & vinnuaðstöðu.  Ég er hrikalega ánægður með útkomuna þarna, í aðalhlutverki er svo þotuhreyfill úr gegnheilum við frá Dialma Brown.

Fyrir breytingar – barinn sem var svo rifinn

Barinn eftir breytingar

Brennivín & gömul sálmabók ásamt fleiru

Bland af bókum, víni & fallegum hlutum

Mikið að skoða á þessum bar

Það var síðan eitt svæði sem er á bakvið arininn & innganginn sem þjónaði áður fyrr morgunmat fyrir hótelgesti, það var ákvörðun hótelsins að færa morgunmatinn yfir í einn af fundasölum hótelsins & tengja frekar Library þangað inn sem var ekki í upphaflegu plani en hárétt ákvörðun stjórnenda & er nú notað sem lounge & borð fyrir 8 manns til að taka fundi í hádegi eða fyrir þá sem vilja vera aðeins meira útaf fyrir sig.

Fyrir breytingar

Eftir breytingar

Eftir breytingar

Síðan á endanum var rými þar sem var lítill kaffi & lobby bar sem við breyttum líka þar sem hann hálfpartinn flæddi inn að Library, þetta var svæði þar sem gestir settust í einn kaldann eða léttvínsglas í spjall á meðan var verið að tékka sig út eða taka einn drykk fyrir svefninn.

Fyrir breytingar

Eftir breytingar húsgögn frá Dialma Brown á Ítalíu

Vínskápur:

Á svona fallegum stað þarf að vera gott úrval af léttvíni & kom ekkert annað til greina en að vínskápurinn væri auðvitað bókaskápur en ég fann þennan ótrúlega fallega bókaskáp sem er handgerður úr endurunnum við frá Dialma Brown á Ítalíu líka eins & öll önnur húsgögn á Library.  Þar blandaði ég saman bókum ásamt léttvíni til að ná þessum wow factor sem ég vildi sjá.  Þetta er vínskápur þjónanna sem þeir svo fylla á fyrir dag hvern.

Elska þennan bókaskáp sem er auðvitað sá sem við settum eftir breytingar

Fyrir breytingar – Ef þið skoðið myndina vel þá var vínskápurinn þessi litli glerskápur…

Bækur:

Þegar við hönnum stað sem er í raun “bókasafn” þá er nauðsynlegt að fara í gegnum nokkur þúsund bækur en við fengum um 2700 bækur frá Góða hirðinum & svo gaf Bókasafn Keflavíkur okkur nokkuð hundruð bækur með bókasafns merkingum á sem var hrikalega vel gert hjá þeim & við vinirnir þakklátir fyrir.

Bókaveggurinn á Library og inngangurinn í eldhúsið

Við fórum í gegnum nokkuð margar kerrur af bókum til að ná því sem við vildum

Frontinn við innganginn vildum við gera eitthvað sem maður tæki eftir, en áhrifaríkast er (oftast) less is more & þarna tókum við það alla leið.  Við máluðum allt matt svart og fullkomnuðum svo með síðustu setningunni úr einni bestu bók allra tíma, The Great Gasby. Einnig er þarna British Oliver ritvél frá 1936 sem okkur fannst við hæfi í kringum allar þessar bækur.

Fronturinn fyrir breytingar

British Oliver ritvél frá 1938 fannst okkur táknrænt sem aðalhluturinn í kringum allar þessar bækur

Á loka metrunum vantaði mig smá meira props, blóm & fleira & þá mættu tveir vinir mínir frá Húsgagnahöllinni & aðstoðuðu mig.

Útstillingahönnuðir Húsgagnahallarinnar Anna Lilja & Krissa

Förum síðan í það sem við Jón Gunnar Geirdal köllum consept creation

Þegar hönnun var svona nokkurn vegin komin á hreint þá tók við að hanna umgjörð um upplifunina.  Það helst í hendur við hvernig við sjáum fyrir okkur að gestirnir fái að njóta til fulls ramman sem við vorum búnir að gefa okkur.  Tónlist spilar þar stórann þátt & lagði Jón Gunnar mikla vinnu í að setja upp kerfi sem spilar fyrirfram ákveðna tónlist allan sólahringinn.  Þannig að kl 11:00 þegar staðurinn opnar er hún aðeins lágstemdari, hún fer síðan stig hækkandi frameftir degi & endar í þessari kvöld stemningu sem við vildum ná.  Jón Gunnar fór í gegnum fjöldan allan af tónlist & er Library hljóðheimurinn ótrlúlega vel heppnaður.  Þú heyrir allt frá Gus Gus yfir í Prince & allt þar á milli.

Jón Gunnar er snillingur þegar kemur að tónlistar atmó fyrir veitingastaði & consept creation

Allar merkingar hafa ákveðna sögu sem við vildum hafa pínu öðruvísi.  Þar sem þetta er “bókasafn” þá fannst okkur þetta pínu skemmtilegt.

Einungis fyrir bókasafnsverði

Þegar maður kemur inn um aðalinngang hótelsins tekur við lobby á vinstri hönd & svo Library á hægri hönd & við leystum það svona

Hvort viltu?

Starfsfólkið er stór hluti af hvaða veitingastað sem er og við vildum auðvita hafa mjög góða þjónustu en líka með ákveðnum léttleika þar sem þetta á að vera skemmtilegur & ljúfur bistró, þar að auki huguðum við að útliti með vali á fatnaði sem okkur fannst partur af upplifuninni.

Fatnaður framleiðslumanna eru svuntur & svart

Meira um consept creation, þá þurftu matseðlarnir einnig að vinna með heildarconceptinu.  Við settum þá inní gamlar bókakápur til að hámarka upplifunina.

Matseðlarnir eru í gömlum bókakápum.

Síðan er hótelið nánast alltaf fullbókað & mikið af erlendum gestum & þá fannst okkur tilvalin hugmynd að gestir gætu gripið með sér bók uppá herbergi eftir ljúfar stundir á Library.  Einnig er í boði fyrir heimamenn að kippa hvaða bók sem er úr hillunum & taka með sér heim til að lesa & skila henni svo aftur við næstu komu á Library.

Gestir grípa bók uppá herbergi

En svona að lokum þá fylgja myndum flest orð, meðfylgjandi eru myndir fyrir & eftir breytingar ásamt linkum á umfjallanir sem Library fékk þegar við opnuðum þetta undur Suðurnesja.

Gamli barinn & stúkað af barsvæði

Það svæði breyttist í lounge svæði fyrir veitingastaðinn & hótelið

Horft í áttina að gamla barnum þar sem loungeið er núna

Séð inní gamla veitingasalinn & þar sem barinn er staðsettur núna

Barinn komin þar sem glerveggurinn var

Hillurnar úr endurunnum við sem aðskilja lounge frá veitingastaðnum

Svarti liturinn komin á & menn að byrja að vinna í ljósum

Verið að setja saman barinn

Séð inneftir skálanum fyrir breytingar

Eftir breytingar

Veitingasalurinn fyrir breytingar

Veitingasalurinn eftir breytingar

Nokkrar myndir héðan & þaðan af andrúmslofti

Bækur í bland við props & flöskur

Gluggakista í skála

Bar hillur

Bar hillur

Front desk

Bar hilla

Arnar Gauti inní vínskáp

Hillur sem skilja að lounge & veitingastað

Bar hilla & Sesar

Bar hillur

Maturinn er geggjaður á Library, bláskel & franskar

Alvöru steik!

Humarlokan góða

Hörpuskel

Opnunarpartý – smá sýnishorn af frábærri stemningu í opnunarpartý Library, allar myndir & umfjöllun sjáið þið í linkum að neðan.

Það var gaman að sjá þessi skilaboð frá Library

 

Og æðislegt að hádegin séu að virka líka svona vel

 

Meðfylgjandi eru linkar á umföllun Library við opnun & fleira.

Víkurfréttir

Víkurfréttir

Smartland

Visir.is

Visir.is

Svomargtfallegt blogg

Svo í lokin á þessu líklega lengsta bloggi sögunar, verður að taka fram að það er ekki hægt að vinna svona farsælt verkefni nema með stórkostlegum iðnaðarmönnum sem unnu þetta með okkur & síðan ómældu trausti eiganda og hótelstjóra sem nánast treystu okkur fyrir öllum ákvörðunum frá upphafi verkefnisins. Ég veit að allir eru stórkostlega stoltir af þessu undri sem Library er í dag.  Til hamingju Park Inn by Radisson !