Við Hofsvallagötu 16 í Reykjavík er sýningarrými S/k/e/k/k, lítið en með risa stórthjarta.
Nýlega fékk S/k/e/k/k mikla viðurkenningu á galleríinu með opnu umfjöllun í Wallpaper Reykjavík City Guide meðal annars.
Eigandi S/k/e/k/k er Gunnar M Pétursson & er skilningur hans & stórfengilegur áhugi á því sem hæst ber í alþjóðlegri samtímahönnun og handverki það sem gerir þetta gallerí eins áhugavert & það er bæði hérna heima & erlendis.
Þessi heimur af frábærum samtímahönnuðum er magnaður & raun mikið til óþekktur hér heima nema innan arkitekta, hönnuða & lista senunar. Þannig var það mér mikil ánægja að hitta nokkrum sinnum á Gunnar & fá að ferðast með honum um þennan hugarheim hans & sjá þessa sýn sem hann er með fyrir S/k/e/k/k galleríð sitt.
S/k/e/k/k gallery tekur meðal annars þátt í Hönnunarmars 2019 dagana 28 til 31 mars með ótrúlega fallegri hönnun sem allir ættu að kíkja við & kynna sér.
Þar sýnir Gunni The Secant Project frá Daniel Rybakken sem er verðlaunuð hönnun af ljósum, þar sem hönnuðurinn er í leik með ljós & skugga. Meðal annars var það sýnt á Salon de Mobile 2016 í Mílanó & hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper Magazine sama ár.
Þetta er sería af ótrúlega sérstökum fallegum skuggum & ljósi.
Einnig á Hönnunarmars leggur Gunni áherslur í gallerýinu sínu á muni frá Valery Objects sem er hönnunarhús staðsett í Antwerpen í Belgíu. Ásamt hönnunarhúsinu þar sem eigendurnir Axel Van den Bossche & Veerle Wenes rekur Veerle einnig listagallerýið Valerie Traan gallery. Þetta samstarf á milli lista & hönnunar endurspeglar síðan val hönnunarhússins á munum frá ótrúlega flottum samtímahönnuðum sem Gunni er að vinna með.
Muller Van Severen cutlery eru hnífapör sem koma í ýmsum litum & er hægt að blanda þeim saman eða kaupa þau öll í sama lit. Þau eru gerð úr stáli & koma síðan með kopar, brass & litaðri stálplötu ofan á.
Pepper & Salt Project er samstarsverkefni Valery Object & hönnuða með þeirra sýn á þessum eldhús áhöldum í daglega lífi okkar. Þetta project var frumsynt í hinu fræga gallerý Spazio Rossana Orlandi í Mílanó 2018. Útkoman er ótrúlega skemmtileg & listræn nálgun hönnuða sem verður til sýnis í S/k/e/k/k á Hönnunarmars.
Ég klárlega mæli með að allir aðdáendur fallegrar hönnunar & upplifunar geri sér ferð á Hönnunarmars til Gunna í S/k/e/k/k gallery & sjáið ljósið í lífinu & hönnunarupplifuninni.
Meðfylgjandi myndir er hönnun sem Gunni hefur valið sérstaklega til sýnis & sölu í gallery sínu að öllu jöfnu en víkja tímabundið fyrir installation á Hönnunarmars, en sannarlega gaman að kynna sér & eignast.
Rainbow lamp by HAHA studio, limited edition unnin sérstaklega fyrir S/k/e/k/k í takmörkuðu upplagi.
Þeir sem ætla að upplifa S/k/e/k/k gallery, er það opið by appointment við Gunna í síma 777 2625 eða petursson.gunnar@gmail.com.
Einnig getið þið skoðað allt val hans á hönnun fyrir galleryið sitt HÉR