Loksins á Íslandi eins & einhver sagði, hefur vefurinn Dineout.is litið dagsins ljós eftir mikla eftirvæntingu þeirra sem elska að fara út að borða.
Það er kjarnakonan Inga Tinna Sigurðardóttir sem stendur þar fremst í flokki en hún stofnaði einnig fyrirtækið Icelandic Coupons fyrir um 4 árum.
Inga Tinna viðraði þessa hugmynd sína við vin sinn Sindra Má sem rekur tix.is fyrir um tveimur árum & fóru þau af stað með hönnun á nýju kerfi til að halda utan um þjónustu þessa sem síðan leit dagsins ljós í mars mánuði. Það er samstilltur hópur stofnenda & eiganda sem lét þennan draum rætast með þrotlausri vinnu en þau eru Inga Tinna, Gylfi Ásbjörnsson, Magnús Sigurðsson, Viktor Blöndal Pálsson ásamt Sindra Má & buðu þau til stórfengilegrar veislu á dögunum í tilefni opnunarinnar.
Dineout virkar þannig að í staðinn fyrir að taka upp símann eða fara á vefsíðu hjá hverjum veitingastað fyrir sig er nóg að fara inná dineout.is & slá inn fjölda gesta ásamt tíma sem þú vilt bóka borð, dineout gefur þér síðan upp þá staði sem eiga laust borð. Ef einn af mínum uppáhalds veitingastöðum Le Bistro er ekki með laust borð fyrir mig kl 20:00 sé ég hvaða tímar eru lausir fyrir borðapöntun & vel þá þann tíma sem hentar mér.
Það að geta einfaldað allt sem snýr að bókun borða á veitingastöðum á þessari vefsíðu finnst mér frábært,en betra er svo fyrir mig að fá síðan tilkynningu í sms að ég eigi bókað borð á þessum tíma & veitingastað sem kerfið lætur þig vita með.
Ég er búinn að nota þessa þjónustu síðan dineout.is fór í loftið & ég verð að segja eitt sem kom mér mest á óvart við að nota hana & spá í hvaða stað mig langaði að borða á, er að mjög oft endaði ég að bóka borð á veitingastað sem ég mundi ekki eftir eða ég ekki búinn að prófa. Þannig virkaði fyrir mér þessi frábæri vefur líka sem ákveðið markaðstorg fyrir mig & mína í upplifun á matarmenningu á Íslandi.
Þetta er klárlega framtíð viðskiptavina veitingahúsa við að panta borð þar sem þetta er eiginlega svona “one stop shop” þegar þú ert komin inná dineout.is ferðu ekki út eiginlega nema að klára pöntun á borði á eitthvað af þessum frábæru veitingastöðum sem við eigum hérna á Íslandi. Ég er orðinn svo góðu vanur við að nota dineout.is að þegar ég & kærastan mín vorum að fara í smá roadtrip út á land & fórum inná dineout.is til að bóka frekar vinsælan veitingastað & hann var ekki þar inni, kom smá panik & við hringdum á staðinn til að bóka borð, yndislegi starfsmaðurinn var ekki llveg með móðurmálið okkar á hreinu & nafnið Arnar Gauti var ekki það auðveldasta sem hann gat skrifað niður & endaði þetta í að nánast uppbókaður veitingastaðurinn átti erfitt með að koma okkur fyrir þar sem bókunin var ekki á hreinu. Þannig býður þessi lausn uppá svo ótrúlega hrein & örugg samskipti ásamt því að minnka vonbrigði milli viðskiptavinar & veitingastaðar.
Þetta klárlega vinnur í báðar áttir líka þar sem þetta kerfi býður uppá meira skipulag fyrir veitingastaðina til að halda utan um bókanir sínar & minni miskilningur getur átt sér stað. Því ber að fagna veit ég.
Nú þegar eru meira en 50 veitingastaðir tengdir þessu kerfi sem stýrir þjónustunni & innleiðing kerfisins er á leiðinni í flest alla aðra veitingastaði landsins, innan skamms verður hægt að bóka borð um nánast allt land í gegnum dineout.is
Veitingastaðirnir hér að ofan eru aðeins brot af þeim fjölmörgu stöðum sem eru inná dineout.is & getið þið smellt á mynd til að fara & kynna ykkur dineout.is en ég valdi þær alveg að handahófi fyrir utan Le Bistro klárlega sem er einn af mínum uppáhaldsstöðum borgarinnar & Library bistro bar sem ég & vinur minn Jón Gunnar Geirdal hönnuðum.
Dineout.is bauð til smartasta partý sumarsins í Karólínusal Hótel Borgar á dögunum í tilefni opunarinnar & fögnuðu margir boðsgestir ásamt forsetafrúnni Elizu Reid þessum tímamótum & voru margir leystir út með gjafabréfum á ástsælustu veitingastaði borgarinnar til að njóta. Ég klárlega var viðstaddur ásamt kærustunni minn Berglind Sif, svo var einnig mikil gleði að bjóða með okkur dóttur minni Natalíu París sem var að stíga þá sín fyrstu skref í social lífinu með pabba sínum, hef grun um að þær stundir eigi eftir að verða mun fleiri þegar á sækir.
Ég naut þess að aðstoða Ingu Tinnu vinkonu mína við undirbúninginn af gleði & ánægju. Boðsgestir voru sammála um að þetta hafi klárlega verið eitt af flottari boðum sumarsins & nutu gestir virkilega veglegra veitinga. Veislustjóri var Eva Ruza sú stórskemmtilega & flotta stelpa, Gunni & Ágústa Eva komu fram með sína heillandi tóna & dulúðuð texta Sycamore Tree. Boðið var uppá virkilega góðan, flottan mat & drykk í áfengu formi ásamt óáfengu sem hentaði mér vel í sober lifestyle ferðalaginu mínu.
Hér að neðan ætla ég að láta fylgja ótrúlega mikið af myndum sem Geiri X & Rósa fönguðu af frábærum gestum í þessu stórfengilega boði sem fögnuðu með dineout fjölskyldunni á þessum tímamótum & þakka þeim fyrir að hafa leyft mér að koma pínu að þessu með þeim & fyrir að hafa boðið okkur Berglindi Sif & Natalíu París.
Þið getið síðan séð hvernig þið getið notða dineout.is hér að neðan.