Boutique Dynheimar

Hótel Akureyri opnaði á dögunum stórfengilega viðbót við hótelið í húsi við hliðina á hótel Akureyri sem þekkt er sem Dynheimar þeirra Akureyringa.  Ég & Berglind Sif kærastan mín þurftum að skjótast norður um daginn & nýttum við tækifærið að upplifa þessa nýju viðbót Hótel Akureyrar, þar sem við vorum búin að sjá flottar myndir af því & vorum gríðalega forvitin að sjá.

Hótel Akureyri Dynheimar

Dynheimar er sögufrægt hús á Akureyri þar sem áður hýsti það Akureyrarbíó sem hóf starfsemi sína árið 1923, í Hafnarstræti 73. Akureyrarbíó starfaði allt fram til ársins 1931, þegar Akureyrarbíó sameinaðist Nýjabíó. Nýjabíó starfrækti bíósali Akureyrar bíós til ársins 1935, en þá var húsið selt & allar götur síðan hefur verið annarskonar menningar starfsemi í húsinu. Húsnæðið var nýtt sem tónlistarhús og gegndi hlutverki í tónlistarmenningu Akureyrar. Ófáir tónleikar voru haldnir í Dynheimum fyrir upprennandi hljómsveitir, fjöldi ýmiss konar böll & diskóteka voru haldin þar og var húsið einnig notað að hluta til fyrir leiklistarfólk, ásamt félagsmiðstöð fyrir unglinga.  Nýja hlutverk þessa reisulega húsnæðis hótel Akureyri Dynheimar er síðan fullkominn & hentar húsinu vel.

Inngangurinn á hótel Dynheimar

Við skráðum okkur inná hótelið í móttöku Hótel Akureyrar & var þar tekið á móti okkur af yndislegum hótel eiganda sem fékk þá fyrstu spurningu, hver hafi hannað þessa flottu viðbót við hótelið & var svarið “sonur minn Daníel Smárason”.  Síðan fengum við smá túr í gegnum hótelið ásamt kóða á herbergið okkar.  Frá því að ég steig inn um dyrnar þarna fyrst, tók strax á móti mér þessi stórfengilega tilfinning að ég væri staddur á einhverju flottu boutique hóteli erlendis.

Val á litum & efni ásamt ambient er hrikalega vel gert

Stylish herbergi

Herbergin eru æðislega hönnuð & mismunandi ambient í boði.  Við fengum svokallaðar Micro Suite herbergi sem eru minni en allveg meira en nóg fyrir par að njóta.  Öll herbergin eru með flottu baðherbergi með sturtu & ótrúlega vel leyst hönnunarlega séð finnst mér.

Micro Suite

Baðherbergið á Micro Suite fallegt

Davines vörurnar á baðherbergjum.

Þegar ég var að skoða myndirnar af Dynheimum í fyrsta skiptið, sá ég að partur af upplifuninni var að nota vörur frá Davines var ég með á hreinu að klárlega var búið að hugsa þetta alla leið.  Ég í minni hönnun á 4 lúxus íbúðum í Reykjavík fyrir fjárfestingarbanka notaði einnig bara það besta sem hægt var að bjóða uppá & valdi sjálfur Davines hárvörurnar ásamt HH simonsen hárblásara & krullujárni til að hafa í þeim íbúðum þar sem þær eru hannaðar með kröfuharðasta kúnnahóp ferðaþjónustunar.  Þannig að þegar ég uppgvöta að Dynheimar voru bæði með Davines & HH simonsen í herbergjunum sínum varð ég að gista þarna & sjá hvað var að gerast á þessu fallega hóteli.

Snagi með notagildi

Daníel leysir líka ótrúlega vel lítið pláss sem er aðdáunarvert, snaginn á hurðinni er með Hárþurku frá HH simonsen & regnhlíf fyrir gesti, ásamt því gat Berglind Sif hengt upp jakkan sinn til að grípa í.

Mismunandi herbergin eru skemmtileg

Það sem kom mér auðvitað mest á óvart með hönnun Daníels er hvað hann nær að gera þetta brjálaðslega stylish & boutique í viðmóti á frekar litlu hóteli á Akureyri.  Einnig skilst mér að Daníel hafi séð um allar þessar breytingar & sett þetta að mestu leyti upp sjálfur.  Hann eins & ég er ekki lærður hönnuður en er klárlega svo allgjörlega með hæfileikana & augað fyrir þessu.  Hann náði mér auðvitað strax með litavali eins & á göngum, inngangnum & fl. sem er svart, klárlega minn uppáhalds litur í lífinu.  En einnig með þessum brjálaðslega flottu detailum & viðmóti sem ég fann þegar ég steig þarna inn í fyrsta skiptið.

Gangurinn á fyrstu hæðinni

Þessir fallegu svörtu listar í loftinu & að skilja eftir hráa steypuna er ótrúlega flott.

Gagnurinn annari hæð

Var ég búin að segja ykkur að black is beutiful.  Ótrúlega stylish gangur & þessir listar í loftinu til að deyja fyrir.

Berglind Sif

Kærastan mín Berglind Sif er innfæddur Akureyringur & upplifun hennar var mögnuð á Dynheimum þar sem hún man & man ekki eftir djamm dögunum sínum sem unglingur í þessu sögufræga húsi.

Stiginn upp á aðrahæð

Artwork ambient

Það vakti líka aðdáun mína á hönnun Daníels, hvernig hann blandaði saman myndum & fl ótrúlega vel gert að mínu mati.

Stigagangur

Mixið af myndum er einnig í tengslum við söguna á húsinu sjálfu Dynheimum sem er alltaf gaman þegar maður finnur fyrir sögunni.

Stigagangurinn

Inngangurinn

Inngangurinn & stiginn

Room 233

Frábær hugmynd af herbergis merkingum sem koma með mismunandi textum.

Room 105

Stigagangur

Stigagangur

Give me coffee

Hægt er að panta morgunverð með herbergjunum á Dynheimum & er hlaðborð alla morgna í húsi hótel Akureyrar við hliðina.

croissant love

Details

Ég ætla að segja að hótel Akureyri Dynheimar sé eitt flottasta hótel Norðurlands að mínu mati.  Þetta er upplifun & viðmótshönnun sem ekki hægt er að finna annarstaðar á Norðurlandi, staðsetningin er auðvitað frábær líka & verðin á herbergjunum er ótrúlega gott.

Ég ætla að vona að ég nái að hitta á Daniel við tækifæri & kynnast þessum flotta hönnuði, hver veit nema að við náum að gera einhvað saman í framtíðinni.

Ef þið eruð í hugleiðingu norður á Akureyri ættu þið klárlega að upplifa þetta stórfengilega hótel Dynheimar & getið bókað það HÉR