Litla París í Reykjavík

Le Bistro er franskur veitingastaður staðsettur á laugavegi 12. Ég hef kynnst mörgum veitingastöðunum um ævina og finnst alveg einstaklega gaman þegar ég finn stað sem býður upp á bæði góðan mat og frábæra upplifun.  Le Bistro er rekin af hinum íslensk-franska Arnór Bohic & vini hans Alex sem er franskur í báða enda.  Arnór og Alex hafa náð að gera stemninguna, matinn & þjónustuna 100% að mínu mati.  Ég varð ástfanginn um leið & ég steig þarna inn í fyrsta skipti & fagnaði að bistro menningin væri nú komin til Íslands, enda þekktur fyrir að elska París dóttur mína og einnig borgina sem hún er skírð eftir.

10702052_535187303249827_1919817133841860010_n

Arnór Bohic & Alex eigendur Le Bistro

Maturinn er ótrúlega góður & einn af mínum uppáhalds réttum er lambaskanki með trufflu-kartöflumús og rósmarínsoði ásamt góðu glasi af rauðvíni. Einnig á ég það til að detta inn af götunni með góðum vin og fá mér ofnbakaðan camembert með hunangi & hnetum ásamt fullt af brauði & rauðvínsglasi, þessi réttur er æðislegur til að deila & njóta augnabliksins & iðandi mannlífsins fyrir utan gluggann.

10540809_508872189214672_3873921006364380892_n

Ofnbakaður ostur, uppáhaldið mitt

Ég hef gert það að hefð að fara á Le Bistro annan hvern sunnudag uppúr hádegi & í dag vita vinir & vandamenn að þeir geta hitt á mig þar & bæst í hópinn. Einn sunnudaginn ætlaði ég að droppa inn í osta & rauðvínsglas í stutta stund.  Uppúr 14:00 mætti þar heldri maður vel til hafður með axlaböndin sín & bindi. Hlutverk hans var að taka upp harmonikkuna sína og spila í nokkra klukkutíma, dreptu mig hvað andrúmsloftið varð skemmtilegt & heillandi. Ég endaði á að sitja í nokkra klukkutíma & njóta lífsins & staðarins.  Mæli með að þið kæru vinir prófið nýjar víddir á þessum uppáhalds veitingastað mínum, allt á matseðlinum er unaður fyrir bragðlaukana.

1460047_424044484364110_341811871_n

10647134_527649824003575_2572189818181100415_n

10639492_535182213250336_4872016287319586066_n

10453020_505976856170872_8022716341055521611_o

10525644_511683158933575_238512139225712580_n

10553596_513263762108848_486673003035698446_n

10561699_522937427808148_1429009656055757111_n

10309425_488077211294170_7228909826800487_n

10263977_486286524806572_510365876477668993_o

10012619_469092849859273_710940761_n

1469846_433114823457076_950063763_n

1795736_448565771911981_1437460393_n

1978575_464475703654321_164746380_o

604030_427236457378246_275317403_n