Á Vatnsenda í ótrúlega fallegri íbúð býr athafnakonan & dóttir Sigurðar – Inga Tinna.
Upplifunin þegar maður kemur til Ingu Tinnu er þessi ótrúlega núllstilling sem svo margir óska sér, það er þessi fegurð & ró yfir öllu.
Það er einn ráðandi litur í geggnum alla íbúðina & er hann ótrúlega mjúkur fallegur grár sem tók mig langan tíma að fullkomna & að mínu mati einn fallegasti grái liturinn sem ég vinn með. Hann er í 5% gljástigi sem gerir það að verkum að hann verður svona pínu flauelskenndur & mjúkur. Þessi litur fæst í Húsasmiðjunni & ber nafnið París grár.
Þegar Inga Tinna keypti íbúðina var eldhúsinnréttingin í eikarlit, með hvítum efriskápum & hvítri borðplötu langaði hana að filma innréttinguna matt svarta & þá eikarhurðina við hliðina á innrétingunni líka. Þetta er ótrúlega þægileg lausn fyrir nýtt útlit á innréttingum & ekki þarf að fara út úr húsi með frontana heldur kemur filmarinn með filmuna sniðna eftir máli & setur hana á. Klárlega hentugt líka fyrir nýtt útlit á eldri innréttingar sem eru farnar að láta á sjá en heilar í grunninn.
Upphaflega voru það þessir 3 mismunandi eikarlitir sem urðu til þess að við áhváðum að filma alla innréttinguna, gólfið, sökkulinn & innréttingin.
Þar sem Inga Tinna stofnaði dineout.is vildi hún klárlega gleðja mig með sushi veislu frá fiskfélaginu & þar sem ég lifi áfengislausum lífsstíl bauð hún upp á sparkling tea frá tefélaginu sem var fáránlega gott.
Diskarnir eru keyptir á ferð Ingu Tinnu um Japan & eru svokallað keisara sushi sett að fyrirmynd sushi stell Japans keisara, frekar cool það.
Myndin frá Hendriku Waage sem hún kallar “wonderful beings” er með ótrúlega áhugaverða sögu. Þær eru allar með einu eyra & tákna það að við þurfum ekki alltaf að taka inn það sem sagt er. Machintosh stóllinn er fyrsti hönnunarhluturinn sem Inga Tinna eignaðist & var það fermingargjöf frá ástkæru móður hennar. Blái liturinn í sessunni & í myndinni gerir þetta horn í íbúðinni skemmtilegt.
Inga Tinna starfaði einnig sem yfirfreyja hjá Icelandair ásamt því að koma á fót tveimur fyrirtækjum. Á ferðalögum sínum náði hún safna sér upp fallegum tísku & hönnunarvörum sem hún heldur mikið uppá.
Þegar ég var að vinna skrifstofuna með Ingu Tinnu, þá vildum við gera hana líka pínu svona “lounge” eða stað til að sitja & njóta í ró & hugleiða daginn framundan. Veggurinn er bland af listaverkum & fallegum hlutum sem njóta sín & gleðja augað.
Við máluðum svefnherbergið “full” París grátt frá Húsasmiðjunni, loft & veggi & kemur það ótrúlega vel út.
Dineout.is hannaði nýlega fullkomið app í símana til að viðskiptavinir geta pantað borð með einföldum hætti & séð klukkan hvað borð eru laus á sínum uppáhalds veitingastað & með einum smelli bókað sig. Mögnuð snilld þessi lausn sem Inga Tinna & Co hafa fært okkur Íslendingum. Þið getið sótt appið hér að neðan.
þið getið horft á fyrsta Lífsstílsþátt Sir Arnar Gauti HÉR
IOS https://bit.ly/ios_dineout
Android https://bit.ly/android_dineout