Nafnið Rakel Tomas heyrist mikið um þessar mundir í samtölum um listina & margir áhugasamir um að kynna sér Andlit hennar.
Rakel hefur verið að teikna frá barnsaldri með svona “gelgju” hléum að hennar sögn. En síðustu 4 ár hefur hún helgað sig listinni & innblástri á ferðalögum sínum um heiminn.
Hún heldur úti vinnustofu á Grettisgötu 3 & nýlega lauk sýningu hennar – Andlit sem hún hélt á vinnustofu sinni.
Stærstur hluti sýningarinnar, sem lauk 3. september er þegar seldur en hægt er að skoða óseldar myndir HÉR
Myndirnar eru flestar blek á pappír en einnig málar hún á striga.
Í samtali sem ég átti við góðan vin minn & spekulant um Rakel Tomas, varð honum á orði hvað Andlit hennar minntu hann á meistara Flóka. Ekki slæmt comment það!
Stíll Rakelar snýst um form andlits & hvað hún sér úr þeim, ásamt teikningum af kvenlíkamanum. Þegar ég sá þessar myndir í fyrsta skipti var ég gapandi yfir nákvæmni hennar & fegurðinni í myndum hennar.
Síðustu ár hefur Rakel Tomas gefið út dagbækur sem innihalda list hennar en teikningar hennar myndskreyta dagbókina. Ótrúlega falleg bók í töskuna.
Þann 1. október kemur út fyrsta listaverkabók Rakel Tomas þar sem hún gerir upp síðustu árin í myndum sínum & túlkun á hennar hugarheimi. Klárlega falleg kaffiborðsbók á heimili landsins.
Það var svo frábært að hitta þessa flottu listakonu & fá að kynnast henni & sögunni á bakvið listina. Hægt er að ná henni & skoða flotta instagramið hennar HÉR
HÉR getið þið séð Lífsstílsþátt Sir Arnars Gauta þar sem vinnustofa Rakel Tomas var heimsótt.