Akademias

Akademias er nýr skóli, staðsettur í Borgartúni 23. Skólinn er einn tæknilegasti skóli landsins. Þar er fjölbreytt nám í boði m.a. svokallað mini MBA en auk þess býður skólinn upp á fjölbreytt úrval námskeiða.

Mynd@Pétur Felsted.

Það magnaðasta við þetta verkefni út frá hönnun & framkvæmdum er að eigendur skólans Guðmundur Arnar & Eyþór skrifuðu undir leigusamning á húsnæðinu eftir töluverða leit kl 11:00 á miðvikudegi & verktakinn Bestverk var kominn í framkvæmdir kl 12:00 & afhentum við þeim skólann fullbúinn á 7 dögum & á ég ótrúlega gott samstarf við Björgvin verktakann minn.

Bestverk

Húsnæðið var svona tómur rammi fyrir mig til að vinna með. Það var ekki mikið niðurrif & gekk fljótlega að byrja að leggja gólfefni sem var grásprengt vínilparket frá Húsasmiðjunni. Að því loknu var byrjað að mála & byggja upp hugmyndirnar.

Fyrir breytingar
Kennslusalurinn eftir breytingar Mynd @Pétur Felsted.

Aðal hugsunin við hönnun skólans var að gera hann klassískan í útliti en með twisti að upplifunin væri að hann tæki utan um nemendur á hlýjan hátt en jafnframt með mjög svo stylish útliti sem myndi lifa með skólanum í nokkur ár.

Mynd@Pétur Felsted.
Ótrúlega tæknilegur skóli, Mynd@Pétur Felsted.
Hljóðdempunar veggurinn er fallegur fyrir augað. Mynd@Pétur Felsted..
Magnað útsýni er frá kennslustofunni.Mynd@Pétur Felsted..
Ótrúlega tæknilegur skóli með mikin metnað fyrir framtíðinni. Mynd@Pétur Felsted..
Kaffihús Academias. Mynd@Pétur Felsted..

Guðmundur & Eyþór vildu skapa afslappaða stemningu við skólann & ákváðum við að setja upp lítið kaffihús & stúka það af með léttum vegg sem við klæddum með acustik hljóðplötum sem eru ótrúlega klassískar & fallegar. Pælingin er að þegar nemendur koma í tíma þá geta þeir safnast saman fyrir tímann með öll helstu blöðin, fengið sér gott Nespresso kaffi & spjallað. Þetta rými er einnig vinsælt í kaffi hléum á námskeiðum. Í raun eru hópar með svipað áhugasvið sem sækja þennan skóla & eru tækifærin til að stofna til góðs tengslanets því einstök.

Mynd@Pétur Felsted..

Ég elska að vinna með Nespresso & fjárfestu þeir Akademias bræður í stórri vél sem getur keyrt sem flesta kaffibolla á sem styðstum tíma til þess að flestir geti notið þess að fá sér gott kaffi í pásum á milli tíma.

Mynd@Pétur Felsted..
Mynd@Pétur Felsted..

Það var síðan smá rými sem ég gat búið til smá upplifun á öllum helstu tímaritum & dagblöðum sem hægt er að taka & setjast með yfir kaffibolla á kaffihúsinu. Þarna er fathengið & barborð með stólum sem hægt er að njóta að horfa á stérfengilegt útsýnið & taka spjall saman & bæta við tengslanetið sitt með samnemendu með sama áhugamál & þú sjálfur.

Mynd@Pétur Felsted..
Mynd@Pétur Felsted..

Ég nota alltaf grænt í hönnun minni & finnst mér það gera ótrúlega mikið fyrir rými & skapa notalega stemmingu. Síðan er bara spurning hvernig ég útfæri það, eins & þessu tilviki nota ég blómamottur sem ég kaupi í Blómaval & ramma þær inn í fallega sérsmíðaða tréramma ásamt lifandi háum plöntum á gólfi.

Mynd@Pétur Felsted..

Við barborðin ákváðum við, út frá því ótrúlega magni af persónulegum bókum sem þeir Akademias bræður Guðmundur & Eyþór hafa lesið & gefið þeim innblástur var sett upp lítið bókasafns horn. Þarna geta nemendur gluggað í val þeirra á bókum & sótt sér vitneskju um menn & málefni.

Mynd@Pétur Felsted..
Mynd@Pétur Felsted..
Mynd@Pétur Felsted..

Minni kennslustofa sem er hugsuð fyrir hópa & hugmyndavinnu nemanda.

Mynd@Pétur Felsted..

Þetta verkefni þykir mér sérlaga vænt um. Það að fá tækifæri til að skapa sviðsmyndina fyrir stjórnendur framtíðarinnar sem sækja þennan skóla er einstakt. Ég vona að ég hafi skapað umhverfi sem gefur þeim innblástur í að nota hugmyndir mínar inn í sitt umhverfi, þar sem ég blanda saman notalegri stylish stemmningu í bland við hátækniskóla sem á sér engan líkan á Íslandi.

Ég sótti sjálfur námslínu í skólanum & sat þar til að fá upplifunina & að horfa á hvort það væri eitthvað sem betur mætti fara. Ég verð að segja að námskeiðið var “mind blowing” og skemmtilegt að sjá hvernig þeir Akademias bræður setja upp öll sín námskeið. Gæðin voru stórfengileg! Námskeiðið sem ég sat heitir “Leiðtogi í upplifunar hönnun.” Fyrirlesarar voru allt frá því að vera Páll Óskar í snilling eins & Sigurjón Sighvatsson. Að kynnast samnemendum mínum & mynda tengslanet til framtíðar var einnig ómetanlegt.

Mynd@Pétur Felsted..

Þakkir fyrir samstarfið Akademias bræður Guðmundur Arnar & Eyðþór.