Þórunni Högna eða “Drollan”, eins & hún er oft kölluð af vinum, þekkja flestir. Þórunn gefur út sitt eigið tímarit Home Magazine & er búin að velkjast í heimi hönnunar & tísku í mörg ár. Einnig ber að nefna samstarfið okkar í Innlit Útlit á Skjá 1 sem var yndislega skemtilegur tími í okkar lífi. Þetta er menningarlífið hennar.
Hvernig er tónlistasmekkurinn þinn…
Ég er þessi 80s týpa enda oft kölluð Tóta Taylor, en er samt orðin hálfgerð alæta á tónlist, nema kannski Thecno og þungarokk.
Lagið sem kemur þér alltaf í gott skap…
“My Own Way” með Duran Duran.
Síðasta bók sem þú fórst í gegnum…
Ég er ekki mikill lestrahestur, en er með Fifty shades of grey á náttborðinu, (…æ dreptu mig Þórunn, really!)
Kvikmyndin sem þú getur horft á aftur & aftur…
Lord of the Rings myndirnar.
Quote sem fær þig til að hugsa…
Komdu fram við aðra eins þú vilt að það sé komið fram við þig.
Síðasta mynd sem þú sást í bíó…
Fer mjög sjaldan í bíó, en sá “Tammy” þegar ég var erlendis í sumar.
Síðasti menningarviðburður sem þó fórst á…
Ungfrú Ísland í Hörpunni.

Arna Ýr Jónsdóttir Ungfrú Ísland 2015. Photo Rafn Rafnsson
Uppáhalds staðurinn þinn sem þú ferð á til að njóta kvöldsins…
Ítalía og 101 Reykjavík eru í miklu uppáhaldi.

Laugavegurinn 101 RVK
Borgin mín er…
Í augnabliki er það Washington, en París verður alltaf uppahaldsborgin mín.

Yndislega París
Síðasta sem þú appaðir í símann þinn…
Ikea appið.
Besta stundin mín er…
þegar ég er með fjölskyldunni minni.

Enda yndisleg fjölskylda.
Þegar ég horfi á fallega hönnun…
Þá syngja englarnir.

Og þeir gera það svo sannarlega þegar Þórun Högna á í hlut.
Fallegasta bygging á Íslandi…
Norræna húsið.

Norræna Húsið, hannað af Alvar Aalto.