Það hefur skapast sú hefð hjá mörgum veitingastöðum að setja matseðlana sína í haust & vetrarbúning. Á sumrin er ég oftar stemmdur fyrir ískalt hvítvín & létta rétti en þegar dimma tekur & með kólnandi veðri langar mig miklu frekar að njóta þess að fá mér þungt rauðvín & mat sem er bragðmeiri & þyngri fyrir palettuna.
Einn af mínum uppáhalds veitingastöðum í gegnum árin er ítalski staðurinn UNO. Þegar ég sá á samfélagsmiðlum að UNO væri komin í haust gírinn með nýjan matseðil, úrvali af því vinsælasta yfir árin, varð ég spenntur að kíkja.
Ég skellti mér því í smakk til þeirra einn fallegan sunnudag með 3 góðum vinum sem endaði á að við sátum í rólegheitum frá 13 til 18 að borða, ég gat varla hætt svo mikil var bæði stemningin á UNO & maturinn var stórfengilegur.
UNO er með mikla kokteil menningu þannig við URÐUM að fá okkur einn í fordrykk.
Síðan var komið af smáréttunum
Þar sem við vorum 4 saman & ákváðum við að nota tækifærið til að smakka og deila öllu, það er miklu skemmtilegri upplifun. Við pöntuðum því 4 rétti & 4 auka diska. Valið á forréttum var erfitt en við enduðum á að panta carpaccio, baby back ribs, bakaðann brie og djúpsteiktann mozarella.
Carpaccio var geggjað stuff, nautafillet, valhnetur, klettasalat & parmesan. Einn af mínum uppáhalds réttum á UNO og besta carpaccio sem ég hef fengið enda hef ég stundum dottið þar inn bara til að fá mér þennan rétt ásamt góðu rauðvíni.
Rifin voru mjög góð, hægelduð, féllu af beininu, með hráskinkumulning. Gæti hugsað mér næst að panta tvo skammta sem aðalrétt.
Mér finnst alltaf eitthvað sjúklega haustlegt við bakaðan brie ost, brauð & gott rauðvín. Osturinn kemur með rósmarín, hunangi, hnetum & plómu chutney.
Þessi réttur er klassískur og frábær til að deila, hvítlauksmarineraður mozzarellaostur með heimalagaðri sætri chillissultu.
Þá var komið að AÐALréttunum.
Við vorum búin að taka ákvörðum um fjóra rétti þegar frábæri þjóninn okkar mælti með þorskhnakkanum, hans uppáhalds, sem við hentum inn og öðrum uppáhalds út í staðinn. Við sáum alls ekki eftir því. Á pöntuninni var líka lambaskanki, humar & risarækju linguine og nauta & chilli papardelle.
Þorskhnakkin var mjög bragðgóður & safaríkur, hann er borin fram með gulrótum, kartöflumús & hollandaise sósu.
Ég er með eitthvað blæti fyrir lambaskönkum & stóðst þessi allar væntingar mínar. Mér finnst þessi réttur fullkominn á fallegum haust sunnudegi eins & þessum sem ég var að upplifa. Skankinn er hægeldaður með kartöflumús, rótargrænmeti & rauðvínsgljáa. Með þessum rétti er gott þungt rauðvín alveg málið.
Kraftmikill pasta réttur með risarækjum & humri borin fram með klettasalati, tómötum & tomatosósu. Fékk mér hvítvín með smakkinu af þessum rétti en létt rauðvín hefði einnig farið vel með honum.
Rúsínan í pylsuendanum var þessi pasta réttur sem kom illilega á óvart. Nautakjötið er hægeldaður skanki með kröftugum tómatgrunni, chilli & hvítlauk. Bragð pallettan sprakk gjörsamlega um leið & ég bragðaði á fyrsta bitanum & ég sá fyrir mér snjó & matarboð með vinum þar sem þessi réttur myndi slá í gegn (þarf að fara aftur á UNO & grátbiðja um uppskriftina), þungt gott rauðvín með kláraði þessa upplifun uppá 10+.
Að lokum
Til að enda þessa veislu fengum við okkur tvo eftirrétti, við gátum ekki fjóra. Fyrst var ostakaka sem innihélt hvítt súkkulaði & sítrónu með heslihnetubotni, berja compot & ferskum sorbet, mjög ferskur & bragðgóður réttur.
Við kláruðum svo veisluna og róuðum magann með blönduðum ís, sem var ótrúlega vel framsettur & góður.
Þessi sunnudags eftirmiðdagur með vinum & góðum mat var frábær upplifun fyrir okkur öll. Ég læt fylgja með stemningsmyndir frá UNO hér að neðan. Og ef þið viljið kynnast UNO frekar getið þið gert það hér kæru vinir.