Blackbox Pizzeria

Í miðju fjármálahverfi Íslands opnaði fyrir stuttu pönkari pizzustaða á Íslandi hvað varðar hönnun, nánar tiltekið í B26 turninum Borgartúni 26 & heitir hann Blackbox.

Ljósaskilti á veggnum

“You had me at pizza” á eiginlega mjög vel við hérna af því um leið & þú smakkar pizzurnar í fyrsta skipti ertu orðin ástfanginn af Blackbox.  Það eru nefnilega margir þættir sem gera nákvæmlega þessar pizzur ómótstæðilegar.

Fyrir það fyrsta eru þær gerðar úr súrdeigsbotni en einnig er ferskasta hráefni sem völ er á fáanlegt ofan á þær úr borðinu fyrir framan þig & á endanum er það stórfenglegur pizza ofninn, sem var sérstaklega innfluttur fyrir Blackbox, sem gerir þær krustí eins & þær kæmu út úr ofni á bestu pizza stöðum Ítalíu.  Þessi ofn eldbakar pizzuna í tæplega 500 gráðum á aðeins 2 mínútum þannig að biðtíminn er nánast enginn.

Ofninn eldbakar pizzurnar á 2 mínútum

Blackbox er fyrsti pizzustaður sinnar tegundar á Íslandi þar sem viðskiptavinirnir geta valið uppáhalds hráefnið ofan á sína pizzu úr borði eða pantað af matseðlinum á veggnum.

Þú getur valið á pizzuna úr fersku hráefnaborðinu.

Pizzadeigið er súrdeig, einfaldlega langbest!

Aðeins það besta – súrdeigs pizzadeig er notað í Blackbox pizzurnar

Hver pizza fer síðan á sinn spaða & svo í ofninn góða

Þægilega einfalt & gerir upplifunina öðruvísi og einstaka hér á landi

Síðan fer pizzan inn í þennan magnaða ofn sem er alltaf í ca 500 gráðu hita, þar snýst hún í einn hring í ofninum & er svo tilbúinn á 2 mínútum, magnað!  Þaðan fer hún á topping station þ.s þú getur valið úr miklu úrvali af sósum ofl skemmtilegt ofan á pizzurnar eins & t.d pestó, Sriracha, black garlic mayo, chili mayo, trufflu mayo, wasabi hnetur, dukkah, rósmarín, basil, parmesan, hvítlauk.

Topping station þar sem pizzurnar eru fullkomnaðar

Ég verð að segja að það eru allar pizzur á Blackbox ótrúlega góðar en mín uppáhalds er klárlega andalæris pizzan, hún er sturluð fyrir bragðlaukana! Á henni er sósa, mozzarella, rauðlaukur, döðlur, andalæri, epli og black garlic mayo.  Þetta kombó á ótrúlega vel við mig þar sem ég elska líka confit de canard.

Rifið andalæri pizzan

Pizza & kaldur hefur aldrei þótt slæmt kombó

Annað sem Blackbox er að gera hrikalega vel eru verðin á pizzu & drykk.  Pizzurnar eru að kosta frá 1.700kr uppí 2.600kr fyrir t.d. andalæris pizzuna mína.  Einnig elska þeir að hafa hlutina einfalda eins & með drykkina.  Þegar maður er nautnaseggur & dýrkar að geta fengið sér gott rauðvínsglas með matnum sínum þá hljóma 800kr mun betur en 1.600kr eins & það kostar á flestum veitingastöðum höfuðborgarinnar.

Einnig talandi um kaldan, þá er ein svalasta bjórdæla sem ég hef séð á Blackbox – sérsmíðuð og hnúajárn.

Glerhörð bjórdæla

Brass hnúajárn einkenna bjórdæluna

Fljótlega verður boðið uppá sérskorna alvöru skinkur á platta – gourmet tekið alla leið.

Blackbox hefur náð ótrúlegum vinsældum frá opnun fyrir mánuði síðan & er mikið að gera bæði í hádegi & á kvöldin en staðurinn er opinn frá 11 til 23 á kvöldin.

Stemninginn á Blackbox er búin að vera svona frá opnun.

Besta við afgreiðsluna á Blackbox er að þú byrjar í röð ef hún til er staðar & velur á pizzuna úr borðinu fyrir framan þig eða af matseðli á veggnum

Fer ekki á milli mála hvar röðin byrjar

Matseðillinn er á veggnum

Vinur minn fór á Blackbox um daginn & tók tímann að gamni sínu þar sem hann vissi að það tæki 2 mínútur í ofninum að baka pizzuna. Frá því hann pantaði & þangað til að hann var byrjaður að borða tók ferlið aðeins 7 mínútur!  Einnig er mjög vinsælt að fara í take away þar sem biðtíminn er fáránlega stuttur.

Það er mjög skemmtileg stemning á Blackbox

Snapparinn Binni Löve er rekstrarstjóri Blackbox eins & fólk hefur væntanlega orðið vart við á snappinu hjá honum – enda einn vinsælasti snappari landsins. Eins og sést á þessari skemmtilegu mynd sem birtist af Binna í Fréttablaðinu þá er starfsmannaklæðnaður Blackbox auðvitað svartur en takið eftir efstu tölunni, skemmtilegur detaill.

Binni Löve – mynd Eyþór

Förum aðeins í hönnunina:

Þegar ég nefni Blackbox pönkara Borgartúnsins þá er það aðallega óhefðbundna leiðin sem var farin í hönnun.  Þetta er fyrsti veitingastaðurinn sem er allur svartur, veggir, loft & gólf.  Undirritaður átti smá þátt í þeirri ákvörðun með ráðleggingar hvað það varðar. Síðan kemur skærgulur litur þar á móti bæði í lógó staðarins & áframhaldandi litavali sem eru aðeins tveir, svartur & gulur.

Tveir litir eru notaðir í Blackbox

Upplagið hjá Blackbox er að það á að vera gaman að borða pizzu, hvort sem það eru vinir, vinnufélagar eða fjölskyldan. Þannig að staðurinn er mjög lifandi & gaman upplifa létta andrúmsloftið, einnig er tónlistin útpæld í takt við stemninguna.

Hönnun Blackbox er skemmtileg

Þessi sturlaði veggur er málaður af Nonna Dead & eru andarnir sem vaka yfir Blackbox.

Hrikalega flott listaverk eftir Nonna Dead

Síðan eru flottir detailar út um allan staðinn & þar á meðal þetta geggjaða ljós sem var búið til úr veðruðum drumbi sem kemur frá gömlu bryggjunni sem var rifin útá Granda, í bland við gamlan kaðal úr Hvalfirðinum síðan í stríðinu & skrautperur.  Ramminn svartur með slettu af gulri málningu er líka hrikalega flottur, dash Pollock fílingur.

Flott ljós

Mest allt props á staðnum tengist gula litnum eða það sem þarf til á pizza stað, olía, tómatar & léttvín.

Elska að sjá hveitið sem þyrlast hefur yfir propsið

Lager skápurinn er sérsmíðaður járnskápur með propsi & birgðum

Hilla á Blackbox

Flott props

Gulir Lego kallar fá að leika hlutverk í hönnunni

Meira að segja baðherbergin eru svört með gulu.

Baðherbergis stemningin er æðislega skemmtileg

Black & yellow

Hip hop senan í dag ásamt Kiljan Gauta syni mínum í opnunapartý Blackbox.

Jói P & Króli í opnunarpartý Blackbox

Herra Hnetusmjör & Joe Frazier á opnun Blackbox

Birnir á leið Út í Geim á opnun Blackbox

Kíkið endilega á Blackbox HÉR