Kfum & K hjartað

Hjartað í æskulýðsstarfi Íslands að mínu mati slær hjá félagssamtökum Kfum & K

Fjölmargir Íslendingar ungir sem aldnir hafa upplifað æskuna í gegnum sumarbúðir Kfum & K eins & Vatnaskóg, Vindáshlíð, Hólavatn, Ölver & Kaldársel.  Margir eiga yndislegar minningar af sumardvöl sinni þaðan ásamt fjölbreyttu daglegu starfi samtakana.

Höfuðstöðvar Kfum & K á Íslandi eru á Holtaveginum í mjög fallegu húsi.

Tómas Torfason framkvæmdarstjóri Kfum & K á Íslandi fékk mig á dögunum til að koma að viðmótsbreytingum á húsnæðinu & setja það í hlýlegri upplifun, en langt var síðan einhverjar breytingar höfðu verið gerðar á alrými höfuðstöðvana.  Markmiðið var að breyta frekar köldu svæði í hlýlegt, vinalegt og mjög aðlaðandi umhverfi.  Ég segi alltaf að þegar umhverfið breytist, breytumst við í umhverfinu.

Aðkoma & inngangur fyrir breytingar.

Fyrsta upplifunin sem tekur á móti þér þegar komið er inn í alrými höfuðstöðvanna var frekar kalt & ekkert sérlega aðlaðandi, þar ákvað ég að mála vegginn & koma fyrir fallegum minningum & hlutum sem eru í eigu Kfum & K svo að allir fengu að upplifa þessa mögnuðu sögu sem er til staðar.

Aðkoma & inngangur eftir breytingar.

Aðkoman orðin hlýlegri & fallegar minningar um söguna komin á vegginn, ásamt sætum fyrir fólk á móti móttökunni. Veggirnir málaðir í mínum uppáhalds gráa lit pigeon gray & er  7% mattur sem gefur honum hlýja & fallega áferð.

Alrýmið fyrir breytingar.

Alrýmið sem er mest notað vildi ég gera að hlýlegri kaffihúsa stemningu & þegar umhverfið breytist, breytumst við í notkun á umhverfinu.  Þarna kemur mikið saman æsku & ungliða starf Kfum & K & var mikil áhersla að gera þetta rými sem mest aðlaðandi fyrir það, svo að upplifunin & nýtingin á rýminu væri eitthvað sem allir yrðu stoltir af.

Alrými eftir breytingar.

Komin lítil  hlýleg kaffihúsa upplifun, rammað inn með sófa, mottu & tveimur stólum á móti. Ásamt einum af mínum uppáhalds stólum við borðin.  Öll húsgögn eru fengin frá Húsgagnahöllinni.

Ég málaði alla bita í þessu rými svarta til að ná fram sterkari svip með gráa litnum.  Á endanum er síðan nauðsynlegt að setja grænar & hlýlegar plöntur sem setja punktinn fyrir andrúmsloftið sem ég vildi ná þarna inn.

Einnig var salurinn stúkaður af að hluta með því að búa til fundaraðstöðu með litlum vegg & hurð ásamt gleri til að flæðið héldi áfram í gegn.  Aðstaða starfsfólks Kfum & K breyttist þannig einnig til muna, nú er hægt að tylla sér á minni spjallfundi í sófanum eða á kaffihúsinu & svo einnig loka af stærri fundi.

Persónulegir munir Sr Friðriks.

Kjallari höfuðstöðva Kfum & K er eitt besta geymda leyndarmál í sögu æskulýðsstarfs á Íslandi, þar eru ótrúlegustu bækur & persónulegir munir frumkvöðuls Íslands í æskulýðsmálum Sr Friðriks.

Ég hef sjaldan orðið jafn æstur eins & þegar ég steig þarna inn fyrst fyrir því að taka út hluti til að gera þessa sögu aðgengilegri öllum sem koma í höfuðstöðvarnar & stilla upp í hillur & hengja myndir á veggi.  Þetta eru svo magnaðir hlutir eins og t.d hin íslenska fálkaorða Sr Friðriks.  Þarna má sjá ferðakistillinn hans einnig ásamt fullt af sjaldgæfum biblíum & bókum.

Fálkaorða Sr Friðriks.

Fágætar bækur & mynd af Sr Friðrik með fálkaorðuna.

Sr Friðrik.

Myndir úr sögu félagsins.

Ótrúlega fallegir munir leynast í höfuðstöðvunum.

Þetta verkefni var einstaklega gott fyrir hjartað og að vinna það með Tómasi Torfasyni framkvæmdarstjóra Kfum & K var sönn ánægja & virkilega gefandi í samtölum & visku.

Hjartað mitt liggur hjá þessum fallegu æskulýðssamtökum, sérstaklega út frá því að þau reka einnig einkarekna leikskólann Vinagarð við Holtaveginn sem bæði Natalía París & Kiljan Gauti voru í & get ég staðfest það að hann er klárlega besti leikskóli sem þetta land hefur að geyma.  María Sighvatsdóttir & allt hennar starsfólk er það magnaðasta sem ég hef kynnst & þakka ég hjartalagi barna minn þeim algjörlega ásamt auðvitað fallegu uppeldi yndislegrar móður & föðurs.

Einnig hvet ég alla sem vilja kynna sér sumarbúðastarf Kfum & K að gera það HÉR

Síðas en ekki síst langar mig sérstaklega að vekja athygli á Sæludögum í Vatnaskógi um Verslunarmannahelgina, en þar hef ég farið með París & Kiljan öll síðustu ár á vímuefnalausa frábæra fjölskylduskemtunn í einni af stórfengilegustu náttúruperlu þessa lands.