Vera Design var stofnað af Íris Björk Jónsdóttiur í kringum skartgripalínu Guðbjarts Þorleifssonar. Guðbjartur hefur hannað fjöldan allan af skartgripum á síðustu 60 árum. Lína hans er þjóðleg með sögu.
Einn af þekktustu skartgripunum eftir Guðbjart er Infinity armbandið sem skartar 7 kristnum táknum. Armbandið var hannað af Guðbjarti árið 1999 í tengslum við kristnihátíðina sem var árið 2000. Ég er búinn að eiga Infinity armbandið sjálfur í tvö ár & finnst það ganga jafnt fyrir menn & konur.
“Það er nauðsynlegt að kunna að gera víravirki á gamla mátan til að geta búið til mót fyrir það”. Í dag eru skartgripirnir frá Veru Design steyptir í mót sem voru handgerð af Guðbjarti sjálfum. Guðbjartur segir að steypt víravirki hafi þann kost fram yfir hið handunna að vera efnismeira og því sterkara.
Nýr hönnuður Veru Design er Íris Björk Tanya Jónsdóttir. Íris hefur unnið sem stílisti og hönnuður, en hún hefur hannað fjölda húsa og einstaka verslanir á síðustu 15 árum. Hálsmen hannað af Írisi, með æðruleysisbæninni aftan á, hefur einnig slegið í gegn undanfarna mánuði enda um að ræða fallega hönnun og bæn sem allir kunna. Infinity hálsmenið kemur í silfri, gulli & rósagulli eins & armbandið
Forvitnist nánar um Vera Design hér