Menningarlífið Mitt

Í hverri viku fáum við að kynnast fagurkera. þetta er Innanhúsarkitektinn Halli Friðgeirs.

Halli hannaði meðal annars Hamborgarafabrikkuna í Reykjavík & Akureyri ásamt veitingastaðnum Múlaberg á Hótel KEA. Hann er einn af okkar ástsælustu innanhússarkitektum.

 

halli3

 

 

Hvernig er tónlistasmekkurinn þinn?

Ég hef verið U2 fan síðan ég var 15 ára gamall.  Fékk gefins upptekna kassettu frá frænda, The Unforgettable Fire, í jólagjöf.  Snillingar þessir gaurar.

 

Lagið sem kemur þér alltaf í gott skap?

Þarna er ég jafn langt frá mínum mönnum í U2 og hægt er.  About you now, með Sugababes, geggjað lag, er ekki að grínast með þetta.

 

Síðasta bók sem þú fórst í gegnum?

Það var Personal með ofurhetjunni Jack Reacher.  Er annars frekar mikill sucker á musterisriddarasögur.

 

Kvikmyndinn sem þú getur horft á aftur & aftur?

Þarna eru snillingarnir í Dumb & Dumber 1.  Algjört masterpiece.

 

Quote sem fær þig til að hugsa?

Gættu að hvað þú gerir maður!!!!

 

Síðasta mynd sem þú sást í bíó?

50 Shades of Grey með frúnni, held ég hafi verið eini karlmaðurinn í salnum.

 

Síðasti menningarviðburður sem þó fórst á?

Það var að sjálfsögðu Hönnunarmars.  Var einn af stofnendum þeirrar senu, og er frekar stoltur af því.

 

Uppáhalds staðurinn þinn sem þú ferð á til að njóta kvöldsins?

Það er skrifstofan mín, nýt mín í botn þar.!!  Ekki segja Tobbu.

 

Borgin mín er?

Þar sem ég lærði í Milano og fíla hana í botn þá ætla ég að halda mig þar. Stokkhólmur þar sem Kjartan vinur minn býr er held ég næst þar á eftir, ólíkar en algjörlega magnaðar borgir.

 

Síðasta sem þú appaðir í símann þinn?

Ég þessi ótæknivæddi gaur, held ég hafi appað leggja.is, algjörlega lífsnauðsynlegt.

 

Besta stundin mín er?

Í faðmi fjölskyldunnar og úti að labba með Kolbeini Grímssyni, sá litli ferfætlingur er algjör gullmoli.

 

Þegar ég horfi á fallega hönnun?

Þá hugsa ég strax hversu mikill snillingur viðkomandi hönnuður er.  Það er ekki auðvelt að hanna flott, en frekar auðvelt að hanna ljótt.

 

Fallegasta bygging á Íslandi?

Háteigskirkja, á margar góðar minningar þaðan.  Fór í messu þar með ömmu og Lilla frænda, fermdist þar og gifti mig þar.