Stærsta herrafatasýningin Pitti Uomo er hafin.
Pitti Uomo herrafatasýningin er haldin í Florence á Ítalíu ár hvert. Þar koma saman allir helstu innkaupamenn verslana allstaðar af í heiminum til að gera pantanir fyrir vor og sumar 2016.
Florence iðar af lífi & flottu fólki sem er með stílinn alveg á hreinu. Meðfylgjandi myndir eru teknar af Colin Gold fyrir thetrendspotter.net & nei þetta er ekki tekið sem tískuþáttur fyrir flott tímarit, þessir gaurar eru bara svona stórfengilega flott klæddir.
Áberandi er ennþá skegg & tatto í sambland við geggjuð jakkaföt, uppábrot á buxum, engin notar sokka ásamt því að flestir eru að gera vel við sig í vindlum. Sjón er sögu ríkari.

Denim on denim & sneakers

Tatto & skegg

Jakkaföt, sneakers & cigar

Menn að gera vel við sig í vindlum

Litir & vindlar

Cool armbönd

Hör & vindill

Geggjuð LV taska

Jakkaföt & armbönd

Cool taska

Magnaður stíll, armbönd,vindill & skegg

Æðislegt belti

Þessi gaur er svoldið með þetta

Bleikir skór í stíl við bindið

Beads í beltinu
Ég hef verið í Florence á þessum tíma & það er geggjuð stemmning.