Brjálaður Bjórgarður

Bjórgarðurinn er að slá í gegn & ég elska þessa nýju drykkjar og  matarmenningu okkar.

Ég frétti af nýjum stað í Þórunnartúni, Bjórgarðinum, sem væri að taka bjórmenningu á annað level . Ég var sjúklega spenntur að prófa staðinn, sérstaklega þar sem allur matur á Bjórgarðinum er hugsaður út frá bjór.

Við fórum því fjórir vinir saman til að tékka á þessu. Í hópnum voru tvær dömur sem voru ekki alveg að kaupa þessa bjórstemningu þar sem þær fá sér yfirleitt hvítvín.  Þegar kvöldið var á enda voru þær algerlega að tapa sér eftir að hafa kynnst því hvernig er að drekka alvöru bjór.  Við höfðum öll frekar litla bjór þekkingu en þar kom fagmennska starfsfólks Bjórgarðsins sterk inn.

Upplifunin var einstök. Loftur bjórsérfræðingur með meiru tók á móti okkur og við ákváðum að láta fagmanninn stýra kvöldinu eins & ég geri svo oft. Loftur mælti með að við færum í mat & bjórsmakk, uppsettan seðill þar sem matur & bjór er valin sérstaklega saman.

 

Loftur með hattinn ásamt starfsfólki sínu

Loftur með hattinn ásamt starfsfólki sínu

Matseðillinn

Matseðillinn

Við byrjuðum í fordrykk sem við strákarnir vorum búnir að heyra af, bjór sem heitir Nebuchardnezzar India Pale Ale  & var hrikalega góður & þarna strax byrjuðu bragðlaukarnir að kikka inn.

Síðan tók við veislan.

Fyrst fengum við Gueuze Girardin bjór ásamt confit andasalati. Þetta er súr lambygg bjór sem er bruggaður með skemmtilegri aðferð þ.s þeir brugga bjórinn, opna gluggann, skilja bjórinn eftir, koma svo aftur og vona að það sé kominn bjór.  Það var alveg magnað hvað bjórinn breyttist með matnum og andasalatið var gjörsamlega geggjað.

andarsalat

Æðisleg framsetning á andasalati

Við fengum einnig númeraða miða til að fylgjast með hvaða bjór við vorum að drekka í hvert skipti & spjald þar sem við gátum gefið bjórnum einkunn út frá ilm, áferð, útliti & bragði sem var skemmtilegt twist.

Smakk númer tvö var bjór sem heitir Old Speckled Hen. Með honum fengum við gourmet útgáfu af fish´n chips sem er þorskur í bjórdeigi með sætkartöflufrönskum & mæjónesi með sítrónugrasi.  Bjórinn er enskur bitter bjór sem er pínu feiminn en mjög góður. Við fengum engin hnífapör með þessum rétti. Loftur vildi meina að það væri betra að borða matinn með puttunum þar sem það sendi betri skilaboð til heilans. Hann mælti einnig með að við settum malt vinegar yfir matinn og gerði það bjórinn æði.

bjór

Það er til svo mikið af geggjuðum bjór þarna

Smakk númer þrjú var Sólveig sem er þýskur hveitibjór frá Borg Brugghús, þetta er æðislegur sumarbjór & eiga þeir hann til á krana.

Með honum fengum við pulsu af pulsubarnum. Þeir eru með margar geggjaðar pulsur í boði á barnum sem vert er að prófa.

Pulsurnar koma frá Kjötborg og eru úr 90% kjöti. Pulsan sem við fengum var með tómat & chili marmelaði ásamt bræddum piparosti & var ég að fíla þessar gourmet pulsu menningu í ræmur. Eftir allt smakkið ákváðum við að panta aðra pulsu þótt allir væru gjörsamlega sprungnir! Pulsu með döðlum elduðum í portvíni ásamt hunangi, stökku beikoni & önd – við bara gátum ekki staðist mátið að prufa þetta combo & hún var æði.

pulsa

Æðislegar gourmet pulsur í boði þarna

Smakk númer fjögur var bjórinn Jackhammer frá Skotlandi og ostasamloka. Jackhammer er rosalega humlaður bjór & sérstaklega góður með sterkum mat & ostasamlokan var geðveik. Þeir reykja ostinn í samlokuna sjálfir & baka einnig súrdeigsbrauðið.  Ég verð að viðurkenna að ég var ótrúlega spenntur áður en við komum að smakka þessa samloku, hvað er meira basic en góð ostasamloka – osturinn var svakalegur & rétturinn gjörsamlega sló í gegn hjá mér.

ostasamloka

Stórfengleg ostasamloka

Fimmta og síðasta smakkið var Lava bjór með súkkulaðiköku & porter pecan böku borin fram með þeyttum rjóma & heslihnetum. Þetta combo var himnaríki & og bjórinn kaffi & koníaki í sama glasi, fullkominn endir á frábæru kvöldi.

desert

Bjórinn & eftirrétturinn var fullkomið combo

Síðan kemur að upplifuninni, staðurinn er hannaður af Leifi Welding & er right on the spot. Rustic & töff.  Það var líka frábært að upplifa live jazz gaura að spila sem gerði stemninguna ógleymanlega.

 

veggur

Flott hönnun eftir Leif Welding

band

Þessir gaurar sáu um stemninguna

dælur

Flottustu bjórdælur á Íslandi

dælur2

Fagmenskan er algjör

fólk

Það borgar sig að mæta snemma ef maður ætlar að fá borð

 

stem1

Afslöppuð stemning á Bjórgarðinum

Ég veit um nokkrar vinkonur mínar sem hafa farið á Bjórgarðinn og fengið sér pulsu & bjór eftir að ég sagði þeim frá staðnum. Þetta er án efa upplifun sem ég hafði mjög gaman af & er mun fróðari um bjórheiminn fyrir vikið.  Loftur er algjör demantur í veitingageiranum & skín í gegn í þessari stöðu sinni á Bjórgarðinum, hann fékk mig til að fá massífan áhuga á bjór. Ef þið viljið kynna ykkur Bjórgarðin frekar þá geri þið það hér