SELF&I

1391628_10151939133147859_207493017_n

@kristbjörgphotography

Ég ákvað að setja sirarnargauti.is á laggirnar þar sem mig langaði til að miðla af minni 25 ára reynslu á sviði tísku & hönnunar.  Líf mitt & yndi hefur verið að vinna við þennan geira enda hefur hann verið mitt áhugamál  síðan ég var unglingur.

Ég elska þennan heim & hef komið víða við í honum.  Ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með flottum tískuhönnuðum eins & Burberry, Fillipa K, Ann Hagen, Patricia Pepe & fl. Toppurinn í hönnunarheiminum var án efa þegar ég hitti nýverið Minotti fjölskylduna á Ítalíu & skoðaði allt sem þau eru að gera í dag.

Ég hef komið að ótal skrifum í tímaritum  & dagblöðum varðandi tísku & hönnun. Ógleymanleg eru árin mín á Skjá 1 sem einn af þáttastjórnendum “InnlitÚtlit”. Tíminn á Skjánum var æðislegur & þar kynntist ég frábæru fólki á sviði hönnunar sem og skemmtilegum einstaklingum & heimilum þeirra.  Verkefnin voru fjölbreytt, allt frá því að kynnast nýrri íslenskri hönnun yfir í að standa í verksmiðjunni hjá Iittala í Finnlandi að taka viðtal við mann sem var með það stórkostlega starfsheiti “master blower”.

Skemmtilegustu mómentin mín hafa oftar en ekki verið að vinna að hagkvæmum breytingum & hjálpa til við hugmyndavinnu bæði á heimilum & vinnustöðum.  Að fá hugmynd, gera mood board & sjá svo hugmyndina verða að veruleika og janfvel útgangspunkt hjá heilu fyrirtæki er ótrúlega gefandi.

Ég mun á þessum síðum skrifa um allt sem viðkemur mínum áhuga & lífstíl, hvort sem það er tíska, hönnun, matur & vín eða menning.

Ég er stoltur að skrifa þennan kafla í bók lífs míns & opna þennan vef fyrir mig & fyrir ykkur.

Vona að þið njótið vel & please share the love

Ykkar Arnar Gauti

 

 

One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *