Slow Food skankar

Ég elska slow cooking

Gordon Ramsey sá stórbilaði kokkur er snillingur. Ég stóðst ekki mátið & langaði að prófa að gera hægelduðu lambaskankana hans.

Galdurinn á bak við útkomuna er að elda þá við 160 gráður í 3 klukkutíma… í 750 millilítrum af rauðvíni.

Uppskriftina er hægt að nálgast hérna

Fyrst er að útbúa marineringuna með kryddum, chilli, hvítlauk & ólífuolíu.

Kryddblandan, chilli, hvítlaukur & olía nuddað á skankana

Chilli og hvítlaukur er skorið gróft. Olíu & kryddblöndunni er blandað saman við & nuddað í skankana. Þetta má liggja í marieneringunni í a.m.k 30 mín eða yfir nótt.

Skankarnir eru látnir liggja í marineringu í 30 mín lágmark eða yfir nótt

Ég lokaði svo lambinu á pönnu & setti yfir lauk, gulrætur & 750 ml af rauðvíni hellt yfir. Eftir þetta var allt sett saman í eldfast form & inn í ofn á 160 gráðum í 3 klukkutíma.

Skankarnir eru brúnaðir á pönnu á öllum hliðum & marineringunni hellt yfir

Allt sett saman í eldfast mót & í ofninn á 160 gráður í 3 klukkutíma

Á meðan skankarnir voru í ofninum setti ég nokkrar bökunarkartöflur með þar til eldaðar, þá skóf ég innan úr þeim & blandaði smjöri, rjóma & grófu sinnepi saman við.

Slow-cooked-lamb-shanks

Að lokum er soðinu úr eldfasta mótinu hellt yfir & skorin fersk mynta sáldrað yfir. Gott þungt rauðvín fór sjúklega vel með þessum rétti.