Súper flottar vefverslanir

E-shop it!

Þegar mig vantar innblástur þá leita ég oft í tvær vefverslanir sem mér finnst súper cool.

Ég komst að því fyrir stuttu að þær voru báðar settar á laggirnar af sama manninum, alveg ótrúleg tillviljun, held að þessi gaur sé snillingur.   Maðurinn á bak verslanirnar heitir Bradford Shellhammer. Hann stofnaði fyrst www.fab.com sem er æðisleg vefverslun.

fab.com

Á fab.com er fullt af flottum hugmyndum, skemmtileg hönnun, fylgihlutir, listmunir, allskonar stuff fyrir heimilið & eru vörurnar oftast á góðu verði.

Bradford hætti að starfa við fab.com í nóvember 2013 & eyddi árinu í að ferðast til að fá innblástur. Hann stofnaði svo vefverslunina www.bezar.com sem er stytting á nöfnunum Bazaar & Bizarre.

bezar

Á bezar.com er að finna ótrúlega skemmtilega hönnun sem er vert að skoða ef þú villt kaupa eitthvað öðruvísi fyrir þig & heimilið.

Ég mæli algerlega með að þið tjékkið á þessum síðum.

bronsen

Bronsen Animal Safari

wyatt

Wyatt Little

yield

Yield