Danska fyrirtækið MISTRAL hefur hannað æðislegar lausnir fyrir heimilið í 25 ár.
Þegar það kemur að flottum lausnum fyrir öll rými heimilisins hef ég valið Mistral fyrirtækið. Það býður uppá heildarlausnir sniðnar að þínum þörfum & í takt við þarfir nútíma heimilis.
Ég fékk tækifæri á að hitta sölustjóra Mistral um daginn, Kenneth frá Danmörku sem náði að upplýsa mig enn frekar um sögu & hönnun fyrirtækisins, ég varð alveg heillaður af þessu nútímalausnum fyrir heimilið & get án efa notað þær í eitthvað af mínum verkefnum í ráðgjöf fyrir heimili.
Húsgagnahöllin var að taka í sölu þessar einingar & er hægt að koma við & teikna upp sína draumaeiningu eftir sínu höfði á mjög einfaldan & fljótlegan máta.

Flottur stofuskenkur
Það eru nokkrar tegundir sem hægt er að velja í löppum undir skenka & einnig nokkrar útfærslur í höldum.

Nett skrifborð
Mistral er einnig með nokkrar lausnir til að fela snúrur sem koma vel út.

Hankar
Það eru tvær stærðir & nokkrir litir í hönkum sem fara í stíl við innréttingarnar.
Hérna eru nokkrar flottar hugmyndir sýndar í þessu myndbandi frá Mistral.

Upphengdur stofuskenkur
Það er ekkert mál að hengja einingarnar uppá vegg & raða hillum & skúffum eftir því sem viðkomandi vill.

Skóskápur á hjólum
Flottur skóskápur & hjólin gera hann töff, hentar vel í lítil rými í forstofu.

Skemmtileg stofueining
Hægt er að blanda saman litum eins & maður vill.

Náttborð
Ég er sérstaklega hrifin af upphengdu náttborðunum, það er lausn til að fela snúrur & hægt er að hengja þau beint á vegg eða með gafli.

Rúmgafl
Stílhreinn rúmgafl með upphengdu náttborði ásamt skúffu.

Töff unglingaherbergi
Hægt er að hanna heilu unglingaherbergin með einingum frá Mistral

Upphengdar einingar
Ég er sérlega hrifin af svörtu einingunum, en hver veit það ekki að svart er minn uppáhalds litur.

Lítill heimaskrifstofa
Þar sem er lítið pláss er þetta ótrúlega flott lausn á heimaskrifstofu.
Mistral er búin að framleiða þessar einingar í 25 ár í Danmörku & er í stöðugri vöruþróun varðandi hljóð & fleira sem nútíma heimili þurfa.
Nokkrar hugmyndir í viðbót fyrir ykkur í þessu myndbandi frá Mistral.