Lobster & Stuff snilldin

Verbúð 11 Lobster & Stuff verður til.

Í byrjun janúar keyptu Jón Gunnar Geirdal & Jón Arnar Lemon bræður veitingastaðinn Verbúð 11 á Geirsgötu.  Þá vantaði að gera breytingar á staðnum í stíl við þeirra hugmyndir af nýjum veitingastað & einnig aðstoð við “Concept Creation” þ.e.a.s. fullkomna stemninguna & andrúmsloftið sem staðurinn átti að standa fyrir.  Ég fékk það skemmtilega verkefni að klára það með þeim & eins framkvæmdaglaðir & þeir eru fékk ég ekki nema 1 mánuð sem auðvitað gekk upp með frábæru fólki.

 

verbuð11

Verbúð 11 Lobster & Stuff

Það var búið að taka húsið alveg í gegn að innan, þar sem var veitingastaður þarna áður sem hét Verbúð 11 sem Elín Þorsteinsdóttir hannaði.  Þannig að ramminn var til staðar til að klára nýja conceptið á þetta skömmum tíma.  Þetta hús er sjúklega sjarmerandi, á 2 hæðum & ég fann það strax að þetta ætti eftir að verða eitt af hot spottum Reykjavíkur.  Staðsetningin er æði, alveg við höfnina & gríðarlega mikil umferð af fólki sem fer þarna framhjá allan daginn.

IMG_0004

Fyrir Breytingar

Staðurinn var mjög hvítur & strax frá upphafi var aðalmarkmiðið að gera hann hlýlegri & stylish með smá twist.  Ég valdi lit frá Slippfélaginu sem heitir “Pigion grey” & er grár litur með 3% gljástigi. Hann er ekki kaldur grár & tók ég hann í loftið ásamt öllum flötum sem áttu ekki að fara undir veggfóður.  Gjörsamlega dýrka þennan lit.

865375

Eftir breytinar – ljósmynd Golli fyrir Mbl

Blái liturinn á bekkjunum er einkennandi fyrir verbúðar svæðið & var hann til staðar áður.  Ég lét hann halda sér enda alltaf gaman að halda í hefðirnar líka.

IMG_0005

Fyrir Breytingar

Þessar hurðar eiga eftir að opnast út á stórfenglega verönd & útisvæði í sumar.  Get ekki beðið eftir sumrinu & sitja þarna við höfnina.

IMG_0470

Eftir Breytingar

Ég setti 2 sófa & borð sem ég keypti í Húsgagnahöllinni í miðjuna á veitingastaðnum niðri til að búa til lounge stemningu, þetta svæði brýtur upp þetta hefðbundna borð & stóla form.  Þarna situr fólk í pre drink eða dessert.  Einnig er þetta að verða eitt af vinsælli borðunum til að deila nokkrum réttum & spjalla yfir góðu vínglasi.  Viðskiptavinir hringja & panta oft sófaborðið sem er æðislega gaman að sitja við.

IMG_0280

Fyrir breytingar

Ég breytti veggnum í anda Jamie Oliver sem var vel við hæfi þar sem rokkstjörnunum í eldhúsinu er stýrt af Hauki Valgeiri yfirkokk sem hefur unnið fyrir Jamie Oliver á hinum æðislega Fifteen í London.

Hlýleiki var eitthvað sem var í forgrunni af þessari hugmyndavinnu og ég setti saman fullt af trékössum sem ég síðan propsaði upp með skemmtilegri lýsingu & hlutum.

IMG_0476

Eftir breytingar

865374

Eftir breytinar – ljósmynd Golli fyrir Mbl

IMG_0095

Ég fann fullt af skemtilegum gömlum hlutum sem tengdust verbúðinni

Ég fór út um allan bæ að leita af skemmtilegu propsi til að setja inn í þessa viðarkassa & gera líf innan í þeim & þá helst eitthvað sem tengdist verbúðunum, Ég fékk Ingibjörgu Þorvalds, yndislega vinkonu mína, í það verkefni & áttum við skemmtilega en langa daga í því saman.

IMG_0469

Barinn niðri

Barinn á neðri hæðinni var til staðar og skartaði æðislegr viðarplötu & flísum. Þær voru ljósgráar háglans & máluðum við þær í matt svörtu með 3% gljástigi sem kom ótrúlega vel út. Einnig var borðplatan gerð svört bæsuð í staðin fyrir eikarlitinn sem var áður á henni til að vera í stíl við lita pallettuna á staðnum.

IMG_0468

Skatan eftir Halldór Hjálmarsson anno 1959

Ég valdi einn af mínum uppáhalds stólum til að hafa við barinn niðri.  Það er stóllinn Skatan sem er hannaður af Halldóri Hjálmarssyni árið 1959. Skatan er til í mörgum litar afbrigðum en þessi er grábæsaður & vaxborinn og að mínu mati stórkostlega fallegur í þessari útfærslu.  Sonur Halldórs heldur arfleifð föður síns gangandi í dag & er þetta í fyrsta skipti sem Skatan er gerð opinberlega í barhæð sérstaklega fyrir Lobster & Stuff.  Þið getið kynnt ykkur stórmerkilega sögu Skötunnar hér

IMG_0014

Stiginn uppá 2 hæð fyrir breytingar

Stiginn uppá 2 hæð var hvítmálaður & án efa vildum við að hann væri með wow factor & hélt ég áfram með uppáhalds veggfóðrið mitt þar upp.

IMG_0111

Eftir breytingar

Stiginn varð eitthvað svo leyndardómsfullur & stylish þegar veggfóðrið var komið á hann.

865369

Veggfóðrið Brooklyn tin by Mercy – mynd Golli fyrir Mbl

Ég verð að tala um veggfóðrið sem ég notaði mikið á staðinn.  Þetta er eitthvað það fallegasta sem ég hef séð! Þetta veggfóður er framleitt af fyrirtæki sem heitir NLXL & öll línan þeirra er stórfengleg.  Ég valdi veggfóður á neðri hæðina & stiga opið uppá 2 hæð sem er hannað í samstarfi við Mercy í París & heitir Brookyn tin by Mercy.  Þetta lítur út eins & járnflísar & voru settar svona járnflísar í loftið á Mercy í París sem endaði síðan í samstarfi Mercy & NLXL.  Þig langar bókstaflega að snerta vegginn til að finna áferðina, flestir halda einmitt að þetta séu járnflísar.  Ég fékk þetta veggfóður hjá Lýsingu og Hönnun í Skipholtinu & er hægt að skoða hjá þeim allt úrvalið frá NLXL, frábær þjónusta & æðisleg verslun.  Kynnið ykkur NLXL Hér

865361

Ljósakrónan á milli hæða – mynd Golli fyrir Mbl

Það er æðislega flott op á milli hæða og því tilvalið að gera geggjaða ljósakrónu yfir anddyrið.

865364

15 ljós frá Watte&Veke

Ég notaði 2 stærðir af einum af mínum uppáhalds ljósum frá Watte&Veke sem ég fékk í Húsgagnahöllinni, þau eru á frábæru verði líka.  Það fóru 15 ljós í mismunandi stærðum í krónuna & setja þau  sjúklega flottan svip á bæði anddyrið & sjónlínuna á efri hæðinni.

IMG_0467

Ljósin yfir barnum

Fyrst við erum að tala um ljós, þá fundum við þessi ljós sem fóru yfir barinn niðri & eru einnig til í Lýsingu og Hönnun & eru trufluð að mínu mati.

IMG_0052

Barinn uppi á 2 hæð fyrir breytingar

Efri hæðin var með borðum & stólum, en við vildum ná þeirri stemningu að hafa geggjaðan bar þar sem hægt væri að sitja & borða bar menu & sterkari lounge kokteila stemning.  Við smíðuðum því stóran bar sem á að bera efri hæðina í stemningu.  Ég valdi einnig veggfóður framan á barinn frá NLXL, en þetta veggfóður kemur úr línu frá þeim sem heitir Scrapwood 2.  Þetta er eins & gamlar mjóar spýtur sem ég tengdi sjálfur við gömlu timbur trillurnar á Íslandi, þannig að ég lét leggja það langsum á barinn.

865372

Barinn 2 hæð – mynd Golli fyrir Mbl

Efri hæðin býður uppá ótrúlega möguleika og nú þegar er búið að halda nokkur geggjuð einkapartý þarna & svo verður þetta pottþétt happy hour hot spot fljótlega. Ég setti við barinn 20 barstóla frá uppáhalds brandinu mínu sem heitir Pomax frá Belgíu & fæst í húsgagnahöllinni.  Þessir stólar eru úr rústik járni & viður í bakinu. I love them.

865371

Barinn á 2 hæð – Mynd Golli fyrir Mbl

865362

Lounge space 2 hæð

Ég setti líka 2 vintage sófa á efri hæðina & rústik borð til að búa til hlýja stemningu fyrir framan arininn, Þessi hæð verður happy hour frenzy guð minn góður!

IMG_0046

Píanó á 2 hæðinni

Jón Gunnar Geirdal bjó til playlistana fyrir Lobster & Stuff í samvinnu við ATMO Select en ætlar líka að hafa live tónlist & fann ég þetta stórfengilega píanó í Góða Hirðinum. Ég sendi honum mynd af því & hann var búin að kaupa það 20 mínútum seinna enda geggjaður gripur sem virkar. Tónlistin á Lobster & Stuff er ótrúlega cool og erum við að tala um late 70’s & 80’s sem ég hef ekki heyrt áður á veitingastað á Íslandi.

IMG_0435

Matseðillinn

Matseðillinn kemur í gömlum vínyl plötuumslögum & er hrikalega cool framsetning.

865373

Vín hillurnar

Ég vildi aðeins skilja að anddyrið & veitingastaðinn sjálfan & leysti það með flottum járnhillum sem eru líka notaðar undir vínlagerinn.  Setur flottan svip á neðri hæðina.

IMG_0422

Sturlað Carpaccio

Maturinn á Verbúð 11 Lobster & Stuff er geggjaður, fullt af humar réttum & einnig mikið úrval af smáréttum sem koma á óvart.  Mitt uppáhald er nauta carpaccio með humri, melónu & trufflu.
Þið getið kynnt ykkur Lobster & Stuff matseðlana & staðinn Hér

Þetta er án efa eitt af mínum skemmtilegustu verkefnum & er ekki hægt að fara í gegnum svona verkefni nema með metnaðarfullu & duglegu fólki.  Fyrst & fremst verð ég að nefna Magga Daða & Daða Magg málara, algjörir reynsluboltar sem máluðu allan staðinn & leystu veggfóðrið á veggina eins & listamenn.  Það var ekki auðvelt að áhveða hvernig þetta veggfóður færi saman en þeir gjörsamlega kláruðu það.  Einnig vann Daði í lausnum en ekki vandamálum. Öll borðin voru með flottri grófri eikarplötu sem ég vildi dekkja.  Í staðinn fyrir að fara með allar plöturnar í sandblástur & bæsa sendi hann mér mynd af prufu sem hann gerði á 10 mínútum á staðnum & borðin voru alveg eins & ég vildi hafa þau, sannur snillingur þar á ferð & þeir feðgar ótrúlegir.

Einnig var æðislega gaman að vinna með Ingibjörgu Þorvalds sem hjálpaði mér með allt props inn á staðinn & gerði dagana mína svo sannarlega skemmtilegri.

En fyrst & fremst var frábært samstarfið & traustið sem ég fékk frá eigendunum Jóni Gunnari Geirdal & Jóni Arnari til að concept creata þetta verkefni.

 

Marta María á Smartlandi fjallaði um hönnunina Lobster & Stuff þið getið séð umfjöllun hennar Hér

 

Ef þið hafið fyrirspurnir varðandi ráðgjöf eða concept creation sendið mér póst á arnargauti@sirarnargauti.is

865370

Sir Arnar Gauti – Mynd Golli fyrir Mbl