4 chic barir í Mílano

Mílanó í apríl er stórfengleg borg.

Í apríl er haldin í Milanó stærsta sýning veraldar á sviði húsgagnahönnunar & öllu sem við kemur heimilinu.  Borgin gjörsamlega iðar af lífi & stemningu. Ég hef heimsótt Mílanó nokkrum sinnum á þessum tíma & gefa þessar ferðir mér alltaf æðislegar minningar.  Það eru fáir sem kunna listina af “aperitivo” eins & Ítalir.  Að setjast niður í “pre-drink”  & njóta augnabliksins, síðan taka þeir “late dinner”. Það eru nokkrir staðir sem eru geggjaðir fyrir þá stemningu.

Ceresio 7

Ceresio 7

Cerisio 7

Einn af mínum uppáhalds börum sem ég rakst á fyrir algjöra tilviljun er Cerisio 7. Ég var að ganga þarna framhjá með vini mínum & það var eitthvað við húsið, anddyrið sem var super chic, þannig að við ákváðum að tékka á honum.  Hann er staðsettur á þakinu á höfuðstöðvum tískurisans Dsquared2, sem er eigandinn, & er líklega með eitt besta útsýni yfir Mílanó.  Hann er í göngufæri frá Brera & Corso Como. Ég verð í Mílanó í apríl & mun örugglega taka einn drykk þarna.

ceresio_7_

Staðurinn er ótrúlega cool & geggjaður matur

Það er veitingastaður líka á Cereso 7 en best er að njóta staðarins á heitu vorkvöldi þar sem þú situr í kringum tvær sundlaugar með ótrúlega flottum týpum og nýtur þess að fá þér drykki. Þetta er staðurinn sem þú vilt líka enda gott kvöld á.  Via Ceresio 7.  www.ceresio7.com

Giacomo Arengario

Giacomo Arengario

Giacomo Arengario

Giacomo Arengario er “Art Deco” skartgripur að mínu mati & hannaður af Studio Peregalli.  Þessi fallegi bar er á efstu hæðinni á Museo del Novecento, safni sem sérhæfir sig í verkum 20. aldar & eru yfir 400 verk til sýnis þar. Hægt er að sjá yfir perlu Mílanó, Piazza del Duomo, þaðan & er hann einn vinsælasti staðurinn til að fá sér sæti. Giacomo Arengario er járn- & glerhús með stórfengilegu útsýni.

2185-850x570

Óborganlegt útsýni yfir Piazza del Duomo

Þetta er algjörlega staðurinn fyrir Art Deco unnendur sem vilja njóta sín umvafnir 1930 stílnum, fá sér frábæran mat & drykk, svo ekki sé talað um útsýnið.  Via Guglielmo Marconi 1. giacomoarengario.com

bulgari hotel milan

Bvlgari Hotel & Resorts Milan

Bvlgari Hotel & Resort Milan

Á einkavegi á milli Via Montenapoleone, Via della Spiga, La Scala & Accademia di Brera stendur 18. aldar Milan villa í miðri Mílanó. Það er 4000 m2 einkagarður í kringum hótelið & er þetta eitt af “hott spottunum”  í Milan þ.e.a.s ef þú ert með eitthvað í veskinu sem þú þarft nauðsynlega að losa þig við & er það Bvlgari hótelið.  Þar ertu að upplifa ótrúlega fallega hönnun ásamt því besta í mat & drykk sem hugurinn girnist.  Ásamt auðvitað súrrealískri stemningu sem við erum ekki vön.

Il Bar at Bulgari Hotel

II Bar Bvlgari Hotel

Il bar er vinsæll í fordrykki fyrir hótelgesti & vel þekkta Mílanó búa. Fallegur oval bar tekur á móti þér í litlu einföldu herbergi en með stórfenglegu útsýni yfir einkagarð hótelsins.  Það er boðið uppá klassískt ítalskt aperitivo ásamt flottum & klassískum kokteilum.  Þeirra þekktasti kokteill er auðvitað Bvlgari sem er blanda af gini, Aperol, ferskum appelsínusafa, ananassafa & limesafa.

1240a103ff96bd2aa85afd0acbfe9bf5

Dom Pérignon Lounge & Raw Bar

Í leynilegu horni einkagarðsins á Bvlgari hótelinu er rándýr útgáfa af bar sem býður bara uppá allar mögulegar tegundir af Dom Perignon & hráum mat. Á bak við há rósaviðstréin kemur í ljós þetta lounge. Þetta er tilvalinn staður til að láta sig hverfa & njóta kampavíns & dásemdar mats sem yfirkokkur Bvlgari hótelsins, Roberto Di Pinto, galdrar fram. Sérstakur vínþjónn sér um að þú fáir rétta vínið eftir þínum óskum.  Opnunartíminn er frá 18:30 til 02:30 & á miðvikudögum & fimmtudögum er plötusnúður sem sér um að allir hafi gaman.  Þetta er svo geggjað að maður verður að prófa allavega einu sinni í lífinu.

Þarna eru einnig lounge bar, spa & allt sem 5 stjörnu hótel getur boðið uppá.  Via Privata Fratelli Gabba 7/b bulgarihotels.com

 

Ta_Bistrot-2385-e1404738661559

T ‘ a Mílanó

T’a Milan

Í hjarta Mílanó Via Clerici 1 næst við hið fræga Palazzo Clecici er T’a Mílanó búðin & bistró sem hefur markað sögu í Mílanó.

Þarna hefur Alberto e Tancredi skapað heim af geggjuðu bakkelsi & súkkulaði sem er auðvitað allt handgert á staðnum.  Þetta er staður sem sameinar flott kaffihús, bistró, stylish kokteilbar & flaggskipsbúðina undir súkkulaðið & bakkelsi sem er þekkt um Mílanó alla.

t-a-milano-bistrot

Geggjað súkulaði & Pastry

Ta_Bistrot-2385-e1404738661559

Fallegt staðsetning

Esterno-Bistrot

Þetta hús er gordjöss

T' a Milan

T’ a Milan

Þessi hönnun & þessi staðsetning er guðdómleg & virkilega gaman að fara þarna inn til að finna stemninguna sem þessi staður hefur skapað.

Via Clerici 1 – www.tamilano.com