Þegar vetrardagurinn fyrsti datt inn & það var stórkostlega fallegur sunnudagur – 2 gráður þegar ég vaknaði um morguninn og það kom bara eitt upp í huga mér “Tagine”!
Ég & ungarnir mínir París & Kijan Gauti bjóðum reglulega yndislegu mömmu í sunnudagslamb og í þetta skiptið ákváðum við að koma henni á óvart.
Heimildir fyrir eldunaraðferðinni Tagine má finna langt aftur í sögur Mið-Austurlanda sem við þekkjum sem 1001 nótt en fyrsta enska útgáfan var “Arabian Nights” frá árinu 1706.
Lengi langaði mig að fikra mig áfram með þessa eldunaraðferð & eignaðist ég mína fyrstu Tagine ekki fyrir svo löngu. Lamb & kjúklingur er langvinsælustu Tagine réttirnir í heiminum í dag & oftast borið fram með cous cous ásamt því að innihalda þurkaðar ferskjur & döðlur sem gefa þessum réttum öðruvísi & frábært bragð.
Ég tók þennan rétt á þessu haustkvöldi eftirfarandi.
500gr lambakjöt skorið í bita
Ras-el-Hanout kryddblanda
1 sæt kartafla
2 skarlott laukar
5 gulrætur
8 þurrkaðar aprikósur
5 þurrkaðar sveskjur
2 chilli
400ml kjúklingakraftur
Engifer
Cous cous
Ég skar grænmetið frekar gróft þar sem þetta fer neðst í taginuna.
Síðan er bara að steikja þetta í nokkrar mínútur á pönnu & hella í botninn á taginunni.
Eftir það lokaði ég lambakjötinu & hellti yfir það kjúklingakraftinum, gott er að skrapa aðeins úr botninum þegar vökvinn er kominn yfir til að ná upp öllu bragðinu. Þessu leyfði ég að malla í 15 mín & hellti öllu yfir grænmetið í taginunni. Inn í ofn á 180 í 2 & 1/2 tíma.
Ég kíkti á eldunina annað slagið & hrærði í en mér finnst alltaf gott þegar efsta lagið tekur smá lit & verður með smá krusti.
Meðan allt mallaði í ofninum útbjó ég te sem mig langaði að framreiða með þessum rétti. Fyrir valinu var “Græna musterið” sem er grænt te frá Sencha Japan. Teið er lífrænt & blandað af appelsínuberki & morgunfrúarblöðum. Þetta te fékk ég í áskrift frá Tefélagið þar sem þú getur gerst áskrifandi af undursamlegu tei sem kemur innan um lúguna þína í hverjum mánuði.
Ég eignaðist líka um daginn þennan pottjárns teketil ásamt geggjuðum bollum sem eru hæfilegir í stærð þegar gæða te er annarsvegar, hann er frá Pomax & fæst HÉR
Ég útbjó síðan cous cous sem ég kaupi alltaf tilbúið með bragði & kryddjurtum, einfalt & bragðgott. Cous cous er sett í skál af sjóðandi vatni & látið standa í ca 10 mín meðan það tekur í sig vatnið, hræra síðan með gafli til að leysa þau í sundur. Eftir það plate´aði ég diskinn með cous cous undir & síðan lambið yfir það, gott er að rífa ferskan kóríander yfir & bera fram.
Verð að segja að þetta var fullkomin kvöldmatur sem gaman var að nostra við á fallegu vetrarkvöldi innan um fjölskylduna & mæli ég með að þið náið ykkur í tagine pott & prufið ykkur áfram.