Eitt af mínum uppáhalds vörumerkjum er Dialma Brown frá Ítalíu & fæst núna í fyrsta skipti á Íslandi & hefur Húsgagnahöllin opnað 250 m2 sýningarsal tileinkað Dialma Brown.

Sýningarsalurinn í Höllinni.
Dialma Brown er þekkt vörumerki frá ítalíu sem sérhæfir sig í svokölluðum “Vintage & Industrial” stíl, sem hefur notið mikilla vinsælda & blandast sá stíll mjög vel með öðru.

Æðisleg vegg mynd frá Dialma Brown
Flest öll húsgögnin frá Dialma Brown eru úr endurunnum við sem setur órtúlega mikinn sjarma á útlit þeirra. Borðið á myndinni er unnið úr endurunninni furu & svo er platan úr steypu sem gerir þetta mjög einstakt & skemmtilegt borðstofuborð.

Þessir stólar eru geggjaðir við borðið með steyptri plötu.
Borðstofustólarnir eru gerðir úr antikleðri & stáli, þeir eru ótrúlega þægilegir þar sem grindin dúar aðeins.

Hrókur alls fagnaðar
Antik útlitið á taflmönnunum hefur slegið í gegn sem skrautmunir fyrir heimil, bæði sem gólfskrautmunir & á borð & skenki. Þeir koma í nokkrum útfærslum.

Flottir taflmenn
Þetta sófaborð er úr járni & kemur með tveimur skúffum, skemmtilega gróft.

Æðisleg stofa
Skenkurinn á myndinni hefur fengið verðskuldaða athygli enda er formið á honum eitthvað sem hefur ekki sést á Íslandi áður. Hann er úr endurunnum við & með stálfót.

Margar gerðir af veggpanel eru í boði
Það er einnig hægt að panta nokkrar tegundir af viðar veggpanel eins & á myndinni, Þessi stóll er líka ótrúlega fallegur & kemur í antik leðri.

Þetta er ótrúlega fallegt sófaborð
ótrúlega flott útærsla af leðurstól & sófa, þetta sófaborð er hrikalega flott líka & er úr endurunnum við & stáli.

Þessi stóll er yndislegur
Þessi guðdómlegi stóll er búinn að eignast marga aðdáendur enda er hann ótrúlega flottur í útliti & öðruvísi. Hann er úr stáli & antikleðri. Hann klárlega stelur senunni hvar sem hann er settur.

Klikkuð klukka
Þessi svakalega veggklukka er handskorin út í við & kemur í svörtu & hvítu, hún þarf smá veggpláss en er algjört listaverk á veggnum þínum.

Kemur vel út í svörtu líka
Super falleg í svörtu líka, ég verð að eignast þessa klukku & þetta konsúlborð er algjört æði.

Flottar veggflísar
Dialma Brown er með nokkrar útfærslur af vegg panelum & einnig þessum flottu járnflísum sem koma 11 stk saman í pakka & allar eru mismunandi í útliti, einfalt að vinna með þær & hægt að raða á marga vegu.

Flottar hillur
Dialma Brown vinnur í mörgum verkefnum um allan heim í samtstarfi við arkitekta & fagaðila, hér eru þeir að hanna svakalegt skrifstofuhúsnæði & nota í það hillueiningarnar sem hægt er að raða upp eins & hugurinn leyfir. Kassarnir eru seldir í stykkjatali.

Drauma sófinn minn
Þessi flotti sófi er gerður úr antik leðri & er með öðruvísi útliti á sessunni sem setur sterkan svip á hann.
Borðin eru úr endurunnum við & með steyptri plötu & eru falleg í forminu.

Ótrúlega fallegur skenkur
Flestar vörur frá Dialma Brown eru gerðar í höndunum & tekur um 20 klst að gera einn svona skenk.

Allt gert í höndunum
Ótrúlega vönduð vinnubrögð & allt gert í höndunum á ítalíu hjá Dialma Brown.
Svona lítur sýningarbásinn hjá Dialma Brown á húsgagna sýningunni í París 2016 ef þið viljið upplifa stemninguna & sjá meira af fallegum hlutum.
Allar vörur Dialma Brown eru fáanlegar í Húsgagnahöllinni.