Á dögunum fékk ég það verkefni að breyta svefnherbergi þeirra Jóns Gunnars & Fjólu.
Oftar en ekki eigum við það til að láta svefnherbergið sitja á hakanum þegar við erum að hugsa um breytingar yfir höfuð.
Einnig eigum við það til að hugsa alltof lítið um rúmið okkar. Svefninn skiptir okkur öll miklu máli & rúmið okkar spilar þar stóran þátt. Ég er búinn að eiga mitt alltof lengi af gömlum vana.
Við tókum allt svefnherbergið þeirra í gegn & nú svífa þau á skýjum næturinnar í nýja herberginu.
Svefnherbergið þeirra var plain eins & svo mörg önnur & ákváðum við að gera það hlýlegt með smá twisti. Ég byrjaði á að parketleggja vegginn á bakvið rúmið. Ég hef oft gert tilraunir með plastparketi frá Ikea & er það mjög auðvelt í uppsetningu hvort sem það er á gólf, loft eða veggi. Það setur skemmtilegan svip á bakvið rúmið.
Þegar parketið var komið á máluðum við allt herbergið í mjúkum gráum tón, fyrir utan loftið. Þessi litur heitir pigieon-gray frá Slippfélaginu & tókum við hann með 15% gljástigi sem er ótrúlega flott mött áferð.
Stærstu breytingarnar, sem voru nú ekki mér að þakka, voru að þau keyptu sér nýtt rúm & lífið breyttist. Eftir dágóða leit keyptu þau sér rúm 180 x 200 í Betra Bak með svartklæddum botni.
Þjónustan í Betra Bak er til fyrimyndar. Þar færðu ráðleggingar um hvað hentar best fyrir þína upplifun í rúmum & svo er rúmið keyrt heim til þín.
Ég vildi hafa uppröðunina í svefnherberginu aðeins óvenjulega & valdi koll sem náttborð öðrum megin en geggjaðan svartan stiga hægra megin til að geta haft pláss fyrir alla fallegu hlutina sem þau eiga. Ein hillan í stiganum nýtist svo, fyrir bókina eða símann, sem náttborð. Bæði kollurinn & stiginn er frá skandinavíska lífstílsvörumerkinu Broste Copenhagen & er til í Húsgagnahöllinni. Sjá HÉR.
Ég skreytti rúmið með flottum hauskúpupúðum sem var nú svoldið gert fyrir JGG þar sem hann elskar hauskúpur. Þeir fást einnig í Höllinni sjá HÉR.
Ljósin fyrir ofan rúmið setja mjög sterkan og jafnframt öðruvísi svip sem náttljós, ég hengdi þau upp á krók & læt þau liggja frjálslega niður en þeim er bara stungið í samband með slökkvara.
Broste Copenhagen tröppurnar gat svo ég notað til að skreyta með þeim munum sem voru til staðar. Síðan setti ég frauðlista sem voru málaðir í sama lit & veggirnir, á kantana & loftið.
Eðlilega prýða upphafsstafir barnanna tröppurnar. María, Óðinn & Jökull Ægir. Stafir úr Húsgagnahöllinni.
Við settum cool hluti í gluggakistuna til að skreyta með. Auðvitað hauskúpa með kubbakerti sem brennur niður kúpuna, glerkassa með kubbakertum í til að ná smá kósý stemningu á dimmum haustkvöldum. Einnig setti ég einn lítinn hvítan fugl í glerbúr með marmaraplötu í botninum, fannst hann svo flottur. Alla smáhluti keyptum við í Húsgagnahöllinni.
Ég veit ekki hvort margir séu að spá í tímann þegar þeir eru í rúminu en mér fannst þessi klukka svo geggjuð að ég setti hana á vegginn til móts við rúmið 😉 hún kemur frá Intersteel úr Höllinni.
Súper sáttur við þetta allt saman þó ég segi sjálfur frá.
Þegar það er komið nýtt rúm & nýtt útlit á svefnherbergið er ekki annað hægt en að fara að sofa með brakandi fersk rúmföt & uppáhaldið mitt er By Nord rúmfötin frá Höllinni sjá HÉR.